Húnavaka - 01.05.2013, Qupperneq 83
H Ú N A V A K A 81
Jón Ketilsson, húsmóðurinnar sonur, 19 ára, fæddur á Geitaskarði.
Ketill Ketilsson, húsmóðurinnar sonur, 15 ára, fæddur á Strjúgi.
Árni Jónsson, fyrirvinna, 28 ára, fæddur á Syðra-Hóli.
Sólveig Jónsdóttir, vinnukona, 35 ára, fædd á Fremstagili.
Jón Bjarnason, tökubarn, 1 árs, fæddur á Þorbrandsstöðum.
Andvökuvísa
Lífið titrar myrkri mót
mig þó viti ei saka hót
heldur strita á feginsfót
fram að nytja stórubót.
Guðmundur Ketilsson Illugastöðum.
Hins mun þjóðin hafa vott
heims þó móður banni
orti ég ljóð um illt og gott
eins og stóð á sanni.
Guðmundur Ketilsson Illugastöðum.
Prestssonurinn, Björn Sigfússon alþm. á Kornsá í Vatnsdal, ólst upp á Tjörn
á Vatnsnesi og segir um Guðmund í endurminningum sínum:
Ég var hér um bil 7 ára, þegar ég man fyrst eftir Guðmundi Ketilssyni og 10 ára þegar
hann dó, 24. júní 1859. Samt er mér hann minnisstæðari en flestir aðrir er ég sá á þeim
aldri. Hann var meðalmaður að hæð og þrekvaxinn, dökkur á hár og skegg; svipmikill og
þungbúinn venjulega. Þegar hann kom til kirkju, hafði hann barðastóran hatt á höfði og lét
börðin slúta; sá þá óglöggt í andlit honum. En þegar hann var kominn inn í stofu hjá föður
mínum og hafði tekið ofan hattinn, kom í ljós hátt enni og hvöss augu; varð þá svipurinn
glað legur eftir að samræður tókust með þeim. Málrómurinn var skýr og dimmur, líkt og
Bólu-Hjálmars; hljómfallið þungt og hægt, er hann fór með ljóðmæli sín. Flutti hann þau
með svo mikilli áherslu, að þeir urðu að hlusta sem viðstaddir voru. Hann var kirkjurækinn
og mun sjaldan hafa vanrækt að hlýða messu á helgum dögum þegar messa bar í sóknarkirkju
hans á Tjörn.
Á vetrum hafði hann þann sið að koma þangað um miðjan dag á laugardögum og sitja
á tali við föður minn það sem eftir var dags og aldrei fór hann á sunnudögum fyrr en eftir
messu. Var hvort tveggja að þetta voru hans hvíldarstundir frá heimilisvinnu og ekki síður
hitt að hann vildi fræðast um allt nýtt, sem í bókum og blöðum kom út; en presturinn var
víst eini maðurinn sem keypti nýjar fræðibækur þá.
Uppruni Ketilsbarna í Langadal leiðir hugann að ófriðartímunum í þeim
sama dal á fyrri hluta 19. aldar og að elstu bræðurnir tóku þátt í þeirri
orrahríð: Natan var aðeins hálffertugur þegar hann var myrtur á Illugastöðum,
Guðmundur gekkst síðar undir ok böðulsins og tók þau seku, Agnesi og
Friðrik, af lífi í Vatnsdalshólum 12. janúar 1830. Þangað boðaði Björn Blöndal
sýslumaður bændur úr héraðinu svo þar var fjölmenni. Magnús á Syðra-Hóli