Húnavaka - 01.05.2013, Page 90
H Ú N A V A K A 88
mági Páls sáluga Vídalíns lögmanns. Úr
daglegu stofunni voru dyr inn í eldhúsið
á norðurenda stofunnar og við það lítið
búr. Úr eldhúsinu voru dyr út í forstofuna
en aðrar dyr lágu til austurs út á plássið
og til kirkjunnar.
Þriðju dyrnar lágu að húsi með torf-
veggjum og torfþaki að utan en það var
að innan fallega þiljað og skipt í þrjú
herbergi; það hús var kallað barna-
baðstofa og átti barnfóstra lögmanns, vel
metin dönsk jómfrú, Anna Sars að nafni,
þar aðsetur sitt en hún fóstraði og
þjónaði börnunum. Árið 1707, þegar sú
skæða bólusótt gekk, er svipti Ísland
18.000 manns, giftist þessi Anna Sars
Þorvarði klausturpresti. En er þau voru
komin í eina sæng veiktist hann svo ákaf-
lega af bólunni að brúðurin varð að fara
upp úr rúminu aftur; var hann nokkru
síðar burtkallaður til Drottins. Upp frá
þeim degi vildi hún ekki giftast. Gottrup
lögmaður ánafnaði henni í erfðaskrá
sinni ágætis jörð, 24 stór hundruð að dýrleik, og að auk húsgögn og annað sem
til heyrði og ákvað að hvert af börnum sínum skyldi eftir dauða móður sinnar
láta henni í té sjötta hlutann af öllum lauseyri en eftir hennar dag skyldi það
fé aftur renna til þeirra og varð það einnig þegar hún dó, sem skeði meðan ég
var á Þingeyrum. Hún var mjög guðrækin kona, heiðruð og elskuð af hverjum
sem hana þekkti; hún var mér sem móðir og kenndi mér að lesa.
Gottrup lögmaður hafði, meðan hann var á lífi, látið smíða líkkistu handa
henni, forláta smíði á danska vísu, svarta að lit, með 6 stórum, tinuðum,
löngum járnhönkum, tvennum á hverja hlið en einum á göflunum og 16
stimpluðum, sléttum messingarplötum, þar sem hankarnir gengu inn í kistuna,
og ákveðið að hana skyldi grafa inni í kirkjunni við dyrnar á legstað hans sjálfs
og konu hans en yfir þeim legstað var skrautlegur varði úr steini, danskt smíði,
og þar yfir honum vængjahurðir sem mátti draga frá eftir vild.
Við hliðina á fyrrnefndri barnabaðstofu var hús er nefndist langabúr, með
svarðarveggjum og -þaki; var gengið inn í það úr garðinum og var timburþil
að framan. Þar var geymt smjör staðarins, sýra sem tíðkast á Íslandi til
drykkjar, blönduð með vatni; uppi á loftinu yfir því húsi voru geymd allskonar
amboð og verkfæri. Við hliðina á þessu svo kallaða langabúri var annað hús er
nefndist prestaskáli og var fátækum prestum og öðrum af líkum stéttum veittur
þar greiði og gisting. Þar voru 4 rúmstæði. Það var fallegt hús. Inngangurinn
var úr sjálfum dyrum heimagarðsins á hægri hönd, garðsdyrnar voru beint
andspænis forstofudyrum timburstofunnar. Uppi yfir var laglegur loftsalur og
Skrautlegur varði úr steini yfir legstað
Gottrups lögmanns og konu hans.