Húnavaka - 01.05.2013, Síða 91
H Ú N A V A K A 89
bjó klausturprestur þar; þar fyrir innan var annar loftsalur sem stundum var
fylltur með fjallagrösum sem Íslendingar nota til fæðu, stundum með mjöli en
stundum án. Þessi loftsalur var stundum notaður handa gestum. Fóstri minn,
Ásmundur Eyjólfsson, bjó þar venjulega þegar hann var á klaustrinu og svaf
ég hjá honum á næturnar. Fyrir innan voru öðru megin tvær geymslustofur en
hinu megin eldhús og eldiviðarhús (sem var mór sem þar er tekið mikið af úr
jörðu). Þar fyrir innan var stór svo kölluð baðstofa þar sem vinnufólkið sat við
vinnu sína á vetrum, jafnt konur sem karlar.
Í öðrum enda baðstofunnar var fallegt kames þar sem klausturpresturinn
var vanur að dvelja þegar honum þótti of kalt uppi á loftsalnum og Bjarni
sýslumaður Halldórsson, sem kom á klaustrið eftir móðurbróður minn,
Jóhann Gottrup, var þar alltaf á vetrum, þar eð timburhúsið var þá orðið of
hrörlegt; hann lét setja þar kakalofn og í því herbergi dó hann að lokum.
Vinstra megin við garðsdyrnar var stórt hús sem á íslensku nefndist skáli,
það var svefnhús heimamanna (vinnufólksins) og þar var minni háttar gestum
vísað til sængur; fimm rúmstæði voru þar fram með hvorum vegg en tvö fyrir
gafli því húsið var allt að 7 álna breitt að innan. Loftsalir voru í tveim þriðju
hlutum þess, hið innra og fram að dyrum.
Djákninn bjó í þeim sem sneri út að
garðs dyrunum en saumakona í hinum
sem annaðist sérstaklega um sauma á
klæðum vinnufólksins. Innri hliðin á þess-
um svo kallaða skála sneri beint að hlið
timburstofunnar en úthliðin gegn vestri.
Milli skálans og garðshliðsins voru enn
tvö hús, var hið fyrra nefnt reiðingsskemma
og voru þar geymd reiðtygi og amboð
vinnufólksins; inngangurinn í það hús var
utan garðs, til þess að ekki væri farið með
hesta inn í sjálfan garðinn, sem var stein-
lagður, rétt eins og borgarstræti, allur
ferhyrningurinn hér um bil 7-8 faðma á
hvern veg og í honum miðjum var reistur upp digur grenibjálki og var ofan á
hann byggt dúfuhús sem var eins og hringmynduð keila, á því voru margir
gluggar og bar það við að íslenskir smáfuglar komu þangað líka til að byggja
sér hreiður og klekja út ungum. Við hliðina á þeirri svo kölluðu reiðingsskemmu
eða amboðahúsi var enn annað hús er nefndist kvarnarskemma og var þar stór
handkvörn með öllu því er til heyrði af verkfærum, tunnum og þesskonar og
voru tveir menn í einu vanir að mala þar korn og malt. Hús þetta var rétt
suðvestan við dyrastólpa portsins; allir veggirnir voru úr torfi en fallega gerðir
og tilsettir eins og þeir ættu að vera í borg.
Í stuttu máli, á öllu Íslandi var ekki á þeim tíma neinn bær sem var eins
veglegur og Þingeyraklaustur og hef ég þó verið á öllum þeim stöðum sem
helstir hafa verið taldir á minni tíð þar á landi. Að vísu voru þá á þeim tíma
tvenn timburhús á kóngsgarðinum Bessastöðum, annað ætlað amtmanni, hitt
Minningartafla um Lauritz Gottrup og
frú í Þingeyrakirkju.