Húnavaka - 01.05.2013, Page 93
H Ú N A V A K A 91
Að innan hafði Gottrup lögmaður látið prýða
Þingeyrakirkju sem mest hann mátti. Þar voru
málverk og töflur með ýmsum litum; stólar voru
beggja megin en flestir þeirra opnir, nema hvað á
stóli lögmanns voru tvær hurðir og lásar og ein
hurð á stóli lögmannsfrúarinnar. Á hverjum af
þeim digru stólpum, sem báru bjálkana og alla
bygginguna (10 hvoru megin, ef ég man rétt) var
stór, fallega smíðuð, stimpluð plata úr sléttu,
fægðu látúni, undir það 1½ alin að hæð, breið ari
að neðan en að ofan allt að 2-3 kvartilum mjórri,
átthyrnd og leit út sem tvær plötur samfestar.
Fram úr hverri af þeim plötum stóð fallegur
látúns ljósastjaki en í sjálfri kirkjunni voru þrjár
ljósakrónur, ein af þeim var rennd úr tré, fágæt
og gömul smíði. Á hverjum stóli voru að auk
ljósapípur úr
járni og í kórnum
tvær fallegar, út-
grafn ar lát úns-
plöt ur með tvenn um stjökum sín hvoru megin.
Uppi í kórnum hékk fallegur glerlampi.
Á altarinu stóðu þungir látúnsstjakar með
vax kertum í og hafði Gottrup lögmaður
pantað þá, þeir voru eins gildir og samskonar
stjakar sem sjá má hér í Kaupmannahöfn. Þeir
voru ekki notaðir nema á stórhátíðum og
þegar lögmað-
ur var til alt ar-
is. Þess kon ar
vax kerti hef ég
hvergi séð á
Íslandi, ekki
einu sinni á
biskups setrun-
um, nema ef
til vill á konungsjörðinni Bessastöðum. Þar að
auki voru á altarinu 8 tólgarkerti á stórhátíðum,
einkum á jólunum. Í stuttu máli, það var ekki
til sú kirkja á Íslandi sem betur var uppljómuð
við slík tækifæri.
Prédikunarstólinn var danskur, dýrðlega
útskorinn með myndum; yfir honum var
fallegur himinn sem lögmaður hafði keypt og
gefið kirkjunni. Mesta prýði á honum voru
Gömul ljósaplata úr látúni. Ein
af sjö sem hanga á veggjum.
Ljósahjálmur frá 17. öld í
barokkstíl.
Predikunarstóll, dýrðlega útskorinn
og yfir honum fallegur himinn.