Húnavaka - 01.05.2013, Page 95
H Ú N A V A K A 93
um hann fágætasti hökull í landinu. Í stuttu máli,
Gott rup lögmaður og kona hans létu ekkert á skorta
að gera hvað þau gátu til þess að kirkjan yrði skraut-
leg asta kirkjan á Íslandi með árlegri umhirðing og
aðgerðum.
Kirkjugarðsgirðingin var úr torfi, há og þykk,
með tveimur hliðum, var annað út að klaustur garð-
inum með 4 stólpum, bitum yfir bogadregnum
hurð um með lásum; hitt hliðið var stærra og úr
sterku timbri en eins í laginu hvað stólpa og bita
snerti, voru þar hengdar upp 3 eða 4 allstórar
kirkjuklukkur. Undir bitunum voru grindur á báðar
hliðar þar eð hliðið var breitt og tvennar grindadyr
með lásum fyrir. Aðrar dyrnar lágu inn að kirkjunni
og var þeim upp lokið í hvert skipti sem hringt var
en hinar sneru út að kirkjugarði og var þeim upp
lokið þegar lík voru færð til kirkju.
Gottrup lögmaður lét með mikilli fyrirhöfn leiða
vatn nálægt staðarhúsunum með ræsi og byggja sér-
stakt lítið hús yfir; ætlaði hann sér að leiða það alveg
heim að bæ og láta setja þar niður vatnspóst en þar
eð bæjarhúsin stóðu hærra og mikla vinnu þurfti til
þessa dróst það þangað til hann dó. Nálægt brunn-
húsinu 3) voru garðar hans sem hann hirti afbragðsvel
meðan hans naut við og var hann svo heppinn með
þá að hann fékk þar flestar þær matjurtir sem hægt
er að rækta á Íslandi. Á þeim 5 árum, sem ég dvaldi
þar, þangað til ég var 10 ára að aldri, óx svo mikið
af kúmeni á milli garðanna og túngarðsins, að einu
sinni var tínt af því 3 tréskálar fullar, hver um það
bil 6 merkur, og voru þó þá liðin 16-17 ár frá láti lögmanns.
Og sé nú þetta nóg sagt frá Þingeyrastað og getur um það borið sonur
Björns Þorlákssonar frá Hjaltabakka sem nú er hér við verslun.
(Ritstj.: Þessi frásögn birtist í ársriti Hins íslenska fræðafélags, 1. tbl. árið 1916, bls. 56-68.)
Allar myndir í greininni eru fengnar úr bókinni Kirkjur Íslands, 8/Þingeyrakirkja, nema mynd
á bls. 89 - Minningartafla .... er frá Héraðsskjalasafninu.
1)„smal oventil“
2) Danski textinn er hér dálítið óljós: „vor Frelser og hans fire Evangelister med en Trefod
(saa de kunde drages op og beskues) udi en vis Distance nedpodede“. Það er auðvitað
að „tréfæturnir“ eru eins konar tindar sem líkneskin eru fest á stólinn með en óljóst hvort
þau hafa staðið fram úr stólhliðunum eða ofan á stólbrúninni. En ekki er ósennilegt, að
þessi líkneski séu enn til.
3) „Vandhuset“, líkl. hús það, sem nefnt er rétt áður en orðið getur líka á dönsku táknað
„kamar“.
Skírnarfontur.
Gamall hökull.