Húnavaka - 01.05.2013, Page 105
H Ú N A V A K A 103
Pétur er bæði minnugur og höfðingi. Hann óskaði mér til hamingju með
afmælisdaginn og færði mér gjöf, fagurlega innpakkaða, en þó með þeim for-
mála að ef ég hefði ekki verið á spítala hefði hann komið með annarskonar
gjöf.
Þegar Pétur var genginn sinn veg opnaði ég pakkann og kom þá í ljós Bósa
saga og Herrauðs. Ég fylltist gleði og hugsaði gott til glóðarinnar og byrjaði
strax að lesa. En sólskinið er stundum skammvinnt. Svo var þetta sinnið. Ég
var þar kominn sögunni er Bósi og Herrauður hittu fyrir Hróketil og dóttur
hans og kom þar að að Bósi vildi væta jarl sinn í volgru dótturinnar að yfir mig
þyrmdi. Þegar tólum Bósa var sem fjálglegast lýst datt mér í hug rækjuhrunið
við Húnaflóa og ömurleg staða mín. Ég lokaði bókinni og fór að hlusta á
Bylgjuna.
Við síbyljuna gleymdi ég bæði rækjunum og Bósa og man það næst að yfir
mér stóð góðvinur minn, Ármann dýralæknir, ég gladdist yfir komu hans ekki
síður en Péturs enda kannski ekki síður von lækninga mér til handa úr hans
ranni.
Ekki hafði Ármann lengi setið er Júlíus yfirlæknir kom á stofugang og tóku
þeir tal saman enda gamlir skólabræður úr menntaskóla. Ármann fitjaði skjótt
uppá hve honum fyndist hinar nýju trefjaumbúðir mínar magnaðar. Júlíus
spurði til baka hvort hann hefði aldrei notað þetta á skepnurnar.
„Jú, jú, blessaður vertu, við notuðum þetta á Snældu-Blesa forðum daga.“
„Hvernig fór það?“ spurði Júlíus til baka.
„Honum var lógað, þetta gekk ekki“ svaraði Ármann.
„Ég vona að það fari nú eitthvað skár fyrir þér, Reynir minn“ sagði Júlíus
þegar hann gekk út. Aðeins annar okkar brosti.
Þegar liðið var vel á kvöldið rankaði Jóhannes allt í einu við sér og sagði upp
úr eins manns hljóði: „Ég held ég fari á morgun.“
„Það líst mér vel á“ svaraði ég að bragði.
„Er það svo?“ muldraði karlinn og bætti svo við: „Ég veit ekki hvort ég er
tilbúinn.“
„Þú ferð nú létt með það“ áréttaði ég hressilega og bætti við: „Þú hefur
ekkert hér að gera lengur.“
„Heldurðu það?“ rétt heyrðist í Jóhannesi.
„Blessaður góði, það verða allir fegnir þegar þú ferð, bæði konan, dóttirin
og ég tala nú ekki um barnabörnin“ bætti ég við.
„Kannski það sé best þannig“ sagði sá gamli þá lágmæltur og bætti við: ,,Ef
ég verð farinn þegar konan kemur í heimsóknartímanum á morgun þá segirðu
henni að mér hafi alltaf þótt vænt um hana og ég hefði viljað kynnast barna-
börnunum meira“ kjökraði hann en bætti svo við þannig að rétt heyrðist:
„Þetta sem gerðist vorið 1963 var ekki mér að kenna.“ Þá áttaði ég mig á því
að við vorum ekki að tala um sama ferðalagið. Jóhannes var sofnaður og of
seint að reyna að leiðrétta misskilninginn.
Morguninn eftir sannaðist það enn fyrir mér að heppilegast er að gera svo
sem manni er sagt. Um tíuleytið var komið með danskan dreng í eitt rúmið.
Hann hafði dottið niður stiga. Hann var eitthvað niðurdreginn greyið og var