Húnavaka - 01.05.2013, Page 112
H Ú N A V A K A 110
Þegar hann kom aftur heim í Vatnsdal hóf hann fjársöfnun til að greiða fyrir
menntun kvenna í sveitinni. Honum fannst nauðsynlegt að konur ættu þess
kost að afla sér menntunar. Efnabændur höfðu um tíma getað sent syni sína í
skóla en dæturnar urðu útundan og biðu þess
að giftast. Björn stóð m.a. fyrir hlutaveltu og
safnaði peningum í sjóð í nokkur ár. Tilgangur
sjóðsins var að styrkja fátækar, efnilegar stúlkur
til náms. Björn stóð svo fyrir því að svipuð
fjársöfnun færi fram í öðrum sveitum sýslunnar,
safnaði þar með fyrir stofnfé kvennaskóla í
sýslunni.
Vorið 1879 var ákveðið að skólinn skyldi
byrja þá um haustið og hafði honum verið
útvegað húsnæði á prestsetrinu að Undirfelli í
Vatnsdal. Eftirfarandi auglýsing var fest upp á Blönduósi og afrit af henni sent
í alla hreppa sýslunnar.
„Hér með er almenningi auglýst að í ráði er að halda kvennaskóla í vetur á Undirfelli í
Vatnsdal og eiga 5 stúlkur að njóta tilsagnar í senn. Kennsla á að byrja að hausti og
kennslutíminn að vera 24 vikur, 8 vikur fyrir jól og 16 vikur eftir nýár. Þessum tíma verður
skipt í 3 jöfn tímabil og er til ætlazt að skólinn haldi stúlkur eigi skemur en 1 tímabil eða
8 vikur. Þannig eiga 15 stúlkur alls að geta notið tilsagnar í vetur um 8 vikur hver. ...Í
meðgjöf verður hver stúlka að leggja með sér 66 aura um daginn, sem borgist fyrir fram í
innskrift eða peningum til skólahaldara séra Hjörleifs Einarssonar á Undirfelli nema
öðruvísi semjist við hann. Hver stúlka verður að leggja sér til ritföng o.fl. er með þarf til
kennslunnar.“
Í skólasetningarræðu sinni haustið 1954 rifjar frú Hulda Á. Stefánsdóttir,
þáverandi skólastýra Kvennaskólans á Blönduósi, upp þessi fyrstu ár Kvenna-
skóla Húnvetninga og lýsir húsakynnunum að Undirfelli og er ljóst að þar var
oft þröngt setið. Hulda segir m.a.:
„...Skólinn var þá í afþiljuðu húsi í suðurenda baðstofunnar á prestsetrinu. Þar voru
rúm námsmeyja og sváfu tvær og tvær saman og stórt borð með stólum í kring. Í
baðstofuhúsinu sváfu námsmeyjar, lærðu og mötuðust. ...Heimilið að Undirfelli var mjög
fjölmennt og oft var þar glatt á hjalla. Á námsskrá stúlknanna voru þessar námsgreinar.
Bóklegt nám: lestur, skrift, reikningur, réttritun, danska, landafræði og saga. Verklegt nám:
Fatasaumur, skattering, útsaumur, hekl, prjón, matreiðsla, þvottur og gólfþvottur. Verklega
námið var í höndum forstöðukonunnar Bjargar Schou og Guðlaugar Eyjólfsdóttur maddöm-
unnar á staðnum. En bóklegu fögin kenndi presturinn sr. Hjörleifur Einarsson. Þess ber
einnig að geta að þennan vetur voru ungir sveinar að læra undir skóla hjá séra Hjörleifi. Var
sá skóli í norðurhúsinu, í hinum enda baðstofunnar.“
Húsnæðið að Undirfelli varð fljótlega of lítið fyrir skólann og næstu tvo
vetur var hann starfræktur að Lækjamóti í Víðidal. Fjórða starfsárið var
skólinn að Hofi í Vatnsdal. Þá þótti það hafa sýnt sig að skólinn væri búinn að
festa sig í sessi og var þá keypt hús og jörð fyrir skólann að Ytri-Ey þar sem
Húnvetningar og Skagfirðingar sameinuðust um skólahald. Þar var skólinn
rekinn í 18 ár. Á Ytri-Ey fjölgaði námsgreinum til muna, námsmeyjar lögðu
Iðunn Vignisdóttir.