Húnavaka - 01.05.2013, Page 114
H Ú N A V A K A 112
Guðrún Jónsdóttir ark.faí.
Ráðherra, þingmenn, kæru samkomugestir.
Vilji, von og trú hafa ætíð í mínum huga verið einkennisorð Kvennaskólans
á Blönduósi.
Sterkur vilji mikilhæfra og hugsandi stjórnenda og kennara skólans til að
mennta kvenþjóðina sem best, bæði til munns og handa, hefur ávallt verið
ríkjandi hér og vonin um að sú kunnátta, sem skólagangan veitti, efldi með
nemendum kjark og þá hugsun, að þeir yrðu betur í stakk búnir til að takast á
við lífið, sem beið handan við hornið í öllum sínum myndum.
Menn trúðu á að aukin kunnátta og vönduð vinnubrögð í hvívetna hefðu
áhrif til hagsældar bæði fyrir nemendur og íslenskt samfélag og að slíku bæri
markvisst að stefna.
Þarna lærðu nemendur ekki einungis að breyta ull í fat og mjólk í mat
heldur var einnig lögð áhersla á, eftir fremsta megni, gott málfar, kynni af
íslenskum bókmenntum, kynni af tónlist og það að fylgjast með málefnum
líðandi stundar í samfélaginu, svo nokkur atriði séu nefnd.
Sterk félagsleg tengsl fólks víðs vegar að af landinu mynduðust og þarna
fundu margir sína lífsförunauta og ílentust jafnvel í héraðinu til gagns og gæfu
fyrir það.
Í húsi, sem getur státað af slíkri sögu, húsakynnum sem eru jafn aðlaðandi
og vel gerð og raun ber vitni, þar sem útsýnið er jafn fagurt og háleit markmið
hafa verið í heiðri höfð, er gott að vera. Slíkt húsnæði er fjársjóður sem ber að
varðveita og nýta af kostgæfni. Mér sýnist sem betur fer að sú verði raunin á
Ágúst Þór Bragason, Aðalbjörg Ingvarsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Hulda Sigríður Jeppesen,
Vilborg Pétursdóttir og Hulda Leifsdóttir.