Húnavaka - 01.05.2013, Page 118
H Ú N A V A K A 116
Til norðurs
Á árunum 1949 til 1950 vaknaði sú hugmynd hjá okkur að flytjast norður í
land. Eitt af því sem ýtti undir það var að Elín kona mín átti þá hálfa jörðina
Litladal í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu.
Það varð úr að við fluttumst í Litladal veturinn 1951 með börnin okkar tvö
sem þá voru komin í heiminn. Þá höfðum við dvalist sumarið áður og fram á
vetur í Víðidalstungu þar sem móðir Elínar,
Hallfríður Björnsdóttir, bjó með seinni manni
sínum, Óskari Teitssyni. Það sumar vann ég við
byggingar á nokkr um bæjum í Víðidalnum og
fram á haustið en ég hafði lokið húsa smíðanámi
áður en við héldum norður. Óskar í Víði dals-
tungu var með það á prjónunum að byggja fjós
og fjárhús ásamt með hlöðu fyrir hvort tveggja.
Varð úr að ég tók að mér að sjá um byggingar
þessar. Við vorum þrír saman um þá vinnu, ég,
Jóhann Eymundsson, mágur minn og Ásgeir
Karls son, bróðir minn.
Byggingavinnan í Víðidalstungu gekk hratt
fyrir sig og hús komust upp á mjög skömmum
tíma. Þannig vildi til að við Jóhann fórum norð-
ur í Víðidalstungu veturinn áður og sömdum
við allmarga bændur í Víðidal um að byggja
ýmsar byggingar fyrir þá, bæði íbúðarhús og
gripa hús enda var þörfin víða brýn. Við höfðum tekið að okkur að gera bygg-
ingarnar fokheldar. Eftir að hafa unnið fyrir Óskar fluttum við okkur um set.
Frá Víðidalstungu fórum við að Auðunnarstöðum en þar bjuggu Jóhannes
Guðmundsson og kona hans, Ingibjörg Ólafsdóttir. Fyrir þau byggðum við
íbúðarhús, fjós og hlöðu. Á Auðunnarstöðum var þá tvíbýli. Jóhannes og
Ingibjörg bjuggu á syðri hlutanum. Á hinum hluta jarðarinnar bjuggu þá
Björn Lárusson, sonur Lárusar í Grímstungu í Vatnsdal og kona hans, Erla
Guðmundsdóttir, systir Jóhannesar Guðmundssonar mótbýlings þeirra. Fyrir
þau byggðum við hlöðu og fjárhús yfir 300 fjár að mig minnir.
Þaðan var haldið að nýbýlinu Árnesi sem Ólafur Hinriksson hafði stofnað
og er næsti bær við Sólbakka í Víðidal, niður með Dalsánni að norðan. Þar
sem Ólafur þessi var bróðir Hrefnu Hinriksdóttur, konu Guðmundar Jósefs-
sonar í Nípukoti, héldum við til í Nípukoti meðan á byggingunni stóð. Frá
Árnesi fórum við að Þorkelshóli hvar bjó Eggert Teitsson, bróðir Óskars í
Víðidalstungu og byggðum þar fjós. Þaðan fórum við að Laufási (áður Tittl-
inga staðir). Þar bjó þá Björn Guðmundsson frá Dæli í Víðidal en þar byggðum
við íbúðarhús.
Frá Laufási héldum við að Enniskoti hvar þá bjó Sigvaldi Jóhannsson með
Haraldur Karlsson.