Húnavaka - 01.05.2013, Page 121
H Ú N A V A K A 119
Jörðin Litlidalur er austan til á hálsi þeim sem gengur suður frá Auðkúlu.
Landamerki jarðarinnar að norðan miðast við Dæld sem kölluð er. Um
Dældina rennur lækur sem fellur í Svínavatn. Efst við læk þennan er klettur
sem heitir Dældarhaus og er efri mörk landsins að norðan. Austurmörk
jarðarinnar miðast við Sléttá. Hún er lítil bergvatnsá sem rennur nokkurn
veginn eftir miðjum Sléttárdalnum, á upptök sín í lindum og mýrardrögum
fremst í dalnum og safnar í sig vatni úr lækjarsprænum sem verða á leið hennar
út í Svínavatn.
Þótt Sléttá sé að jafnaði vatnslítil getur hún stundum orðið nokkuð fyrir-
ferðarmikil, einkum í vorleysingum. Farvegur Sléttár er mestmegnis hallalítill
og þá myndast oft svokallaður grunnstingull í ánni. Við það myndast ótal
smástíflur sem hlaðast upp í frostum. Þar sem Sléttárdalurinn liggur fremur
hátt yfir sjó er hann því nokkuð snjóþungur.
Þegar voraði og leysingar urðu hraðar, eins og oft kom fyrir, gat Sléttá orðið
eins og stórfljót, einkum þá er hún var búin að ryðjast gegnum mjög fallegt og
tilkomumikið gil sem er beint niður undan bænum í Litladal. Þá var sagt að
áin væri að ryðja sig og voru orð að sönnu. Þá losnaði um klakastíflur sem
hlóðust hver ofan á aðra og mynduðu lón sem rauf svo nýja stíflu. Þar sem
aðdragandi var alllangur og landið hallalítið út að gilinu gat þetta orðið
allverulegt magn af vatni og ís sem ruddust með miklum fyrirgangi og hávaða
gegnum gilið og dreifðu síðan úr sér þar sem gilið opnast og við tekur flatlendi
niður að Svínavatni.
Svo vill til að samkomuhúsi Svínhreppinga var valinn staður í beinni stefnu
af gilinu og hefur því alloft orðið fyrir skvettum þegar áin ryður sig en aldrei
hefur það þó valdið verulegu tjóni.
Áfram með landamerki Litladals. Alllangt suður með Sléttá liggja
lækjarskorningar upp undir fyrrnefndan Auðkúluháls en þar eru landamerki
að sunnan. Við lækjarskorninga þessa eru gamlar rústir eftir býli sem nefndist
Imbusel eða Kerlingarsel.
Sel þetta var svo nefnt vegna búsetu konu að nafni Ingibjörg Guðmundsdóttir
í Kúluseli. Faðir Ingibjargar var Guðmundur Grettisson af Skaga, voru þeir
feðgar stórir menn og rammir að afli (Húnvetningasaga ). Ingibjörg var kölluð
„hin hæverska“ og voru um hana nokkrar sagnir. Kofi Ingibjargar var ekki í
hvamminum þar sem Kúluselsbærinn stóð, hann var mikið utar, á hinum svo
kölluðu Lækjum.
Syðst í Sléttárdalnum voru tveir bæir sem nú eru komnir í eyði, það var
býlið Sléttárdalur sem fór í eyði skömmu fyrir 1940 en Kúlusel, sem var í
hvamminum beint vestur af Sléttársdalsbænum hinumegin við ána, fór í eyði
löngu áður.
Landamerki að vestan og ofan voru í stefnu suður frá Dældarhaus og á
Nónborg sem er upp af fyrrnefndum lækjum að sunnan.
Landi Litladals hallar til austurs og norðausturs, einkum þegar nær dregur
Svínavatni. Litlidalur á land að vatninu frá Sléttá vestur að Dældarlæk. Í
Svínavatni er allgóð silungsveiði og bændur hafa haft af því nokkur hlunnindi,
einkum fyrr á tímum. Land Litladals er allt gróið utan lítils svæðis fyrir ofan