Húnavaka - 01.05.2013, Page 122
H Ú N A V A K A 120
norðurenda gilsins. Þar er dálítið svæði stak-
stein ótt og lítið gróið og nefnist Steinholt.
Mér finnst gilið mjög svo fallegur staður. Þar
eru þrír skemmtilegir hvammar. Syðst er Vað-
hvammur en sunnan við hann var vað á ánni.
Beint niður undan bænum í Litladal er Bæjar-
hvammur en þar er einnig lítill en fallegur foss í
ánni. Nyrst er svo Stekkjarhvammur en þar sást
móta fyrir gamalli veggjahleðslu sem eflaust
hefur verið stekkur áður fyrr.
Hvammar þessir voru vaxnir vallendisgróðri,
spruttu vel og hafa eflaust verið slegnir áður fyrr
þó að þeir væru ekki nýttir þannig eftir að við
komum í Litladal.
Uppbygging
Ég hafði, sem fyrr sagði, tekið sveinspróf í húsasmíði fyrir nokkru og það kom
sér vel bæði fyrir mig og kannski sveitina líka því þá voru byggingar í sveitinni
aðeins eftir gamla laginu og verkefni því nóg framundan. Enda held ég að ég
hafi komið að byggingum á öllum bæjum í sveitinni, bæði gripahúsum og
íbúðarhúsum.
En vafasamt er hvort það er æskilegt að vinna svo mikið utan heimilis eins
og ég gerði. Það hlýtur að koma niður á búskapnum og verða of mikið álag á
þá sem heima eru. Við áttum ekki mikinn bústofn til að byrja með. Keyptum,
að mig minnir, nokkrar kindur, tvær kýr og eina kvígu af Guðmundi Meldal
sem hafði leigt jörðina áður en við komum.
Á þessum tíma var óvíða orðið mikið um slétt tún. Þó hafði Ólafur Jónasson
sléttað allnokkuð tún sunnan og neðan við bæinn. Ólafur var talinn mikill
athafna- og framfaramaður og prýðisbóndi sem dó langt fyrir aldur fram úr
mislingum. Að honum varð mikill sjónarsviptir, bæði ættingjum og vinum.
Þegar við komum að Litladal hafði jörðin verið í leiguábúð frá 1937 og eins
og oft vill verða lítið við haldið enda flest sem þurfti viðreisnar við. Túngirð-
ingar voru allar orðnar ónýtar, héngu aðeins að hluta til uppi og það varð því
eitt af okkar fyrstu verkum að koma einhverju lagi á þær enda ekki við annað
búandi vegna mikils ágangs búfjár, einkum hrossa.
Þar sem fjárskipti höfðu nýlega farið fram, eða árið 1948, fengu bændur
nýjan fjárstofn eftir niðurskurð vegna mæðiveiki. Hafði hrossum fjölgað mjög
og sumir hverjir virtust hvorki taka mið af stærð né beitarþoli sinna eigin jarða
heldur treystu á að hrossin yrðu sér úti um beit hjá hinum sem fá höfðu
hrossin.
Hross voru rekin til heiðar fyrripart sumars en sá böggull fylgdi skammrifi
að heiðargirðing var engin og því engin hindrun fyrir þau að komast til byggða
eða í heimalönd. Jarðir, sem næst voru heiðinni, urðu því fyrir mestum ágangi,
Ólafur Jónasson.
Mynd: Héraðsskjalasafn.