Húnavaka - 01.05.2013, Síða 126
H Ú N A V A K A 124
bíla. Steingrímur á Svínavatni eignaðist fyrsta bílinn í hreppnum en hann var
búinn að selja hann þegar við komum í sveitina. Það var vörubíll en á þessum
tíma átti hann Willys jeppa.
Þetta var árið 1955 en þá voru nokkrir aðrir komnir með jeppa, svo sem
Björn á Löngumýri, Pétur á Höllustöðum, Júlíus á Mosfelli og ef til vill fleiri.
En þeim fór ört fjölgandi sem eignuðust jeppa eftir þetta. Þessi gamli jeppi
okkar var nú ekkert augnayndi og frekar illa farinn en með stöðugri lagfæringu,
sem ég sá um sjálfur, dugði hann prýðilega. Þá var nú ekki eins góðum vegum
fyrir að fara og nú þekkjast og hver spræna brúuð.
Áður en við fengum dísildráttarvélina keypti ég sláttuvél af Júlíusi á Mos-
felli. Hún var ætluð fyrir Willys jeppa því að þessir gömlu jeppar voru með
vinnu vélaúttaki á gírkassa. Ég notaði jeppann þó nokkuð til að slá túnin og
gekk vel.
Á gamla jeppanum voru farnar margar kaupstaðarferðirnar. Eflaust muna
margir gamlir Svínhreppingar hvernig Svínvetningabrautin var yfirferðar í
votviðratíð á sumrin, hvað þá á veturna þegar allt fylltist af snjó. Einn veturinn
hafði gengið á með norðanhríðum og frosti langtímum saman, vegir allir ófær-
ir og sveitin öll eins og jökull yfir að líta. Við Halldór á Löngumýri ákváð um
að reyna að komast niður á Blönduós.
Í Litladal voru til nokkrar flugvallargrindur frá hernum. Við bundum einar
fjórar ofan á jeppann og hugðumst nota þær til að leggja undir jeppann ef
með þyrfti. Við ókum niður á Svínavatn, sem þá var undir þykkum ís. Okkur
gekk þokkalega eftir vatninu en bakkar voru allháir að norðan og þá komu
grindurnar sér vel. Leiðin var seinfarin og mest utan vega en tókst þó og dugði
jeppinn vel. Ég hef oft hugsað, þegar maður sér jeppa nú til dags á þessum
stóru dekkjum, hvaða möguleika þau hefðu boðið á þeim tíma.
Vetrarhörkur
Í Litladal sem og víðar var æði misjafnt hvernig maður fór út úr vetrinum. Þar
réðu vorin mestu. Þegar vestanáttir voru ríkjandi að vetrinum fylltist allt af
snjó í Litladal og þá varð oft jarðlaust en í norðaustanáttum reif af og þá var
allgott til beitar. Ég reyndi að beita fénu sem mest enda veitti ekki af að spara
heyin því að oft var nú teflt á tæpasta vað með að fjölga í bústofninum.
Í Litladal gat oft verið eins og jökul yfir að líta langt fram á vor þótt niður í
Langadal væri farið að gróa en sum vor voru snemma á ferðinni, eins og vorið
1952. Þá var mikið farið að grænka í maí. Mér er minnisstætt að seinni partinn
í maí, þegar sauðburði var að mestu lokið, gerði norðanhríð sem stóð í marga
daga. Þennan atburð man ég svo: Hannes Guðmundsson á Auðkúlu var
staddur í Litladal. Við höfðum rabbað saman um stund og þegar Hannes lagði
af stað heim til sín ákvað ég að rölta áleiðis með honum. Ég hugðist líta á féð
sem ég hafði fyrir utan bæinn og niður við vatnið. Það var kyrrt veður en
þungbúið og örlítið kul af norðaustri. Þegar við vorum komnir langleiðina að
Dældinni, þ.e. landamerkjum jarðanna Auðkúlu og Litladals, fór að snjóa,