Húnavaka - 01.05.2013, Page 136
H Ú N A V A K A 134
Viðauki
Um jörðina Litladal segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, en
hún var prentuð í Kaupmannahöfn árið 1926 en tekin saman 1705, að jörðin
hafi þá verið í ábúð en þáverandi ábúandi hét Jón Eiríksson.
„Litlidalur var kallað afbýli af heimastaðnum Auðkúlu. Jarðardýrleiki er óviss
því að hér geldst engin tíund af né hefur goldist það menn til minnast nema ef
ábúandinn hefur, eftir tilsögn hreppstjóra, goldið nokkuð í jarðartíundar nafni.
Það undirrjettar presturinn, Sr. Illugi, að fyrir fáum árum hafi Sigurður
Einarsson, sem þá hafði hér lögsögn, að sjer (sr.Illuga) ófyrirkölluðum dæmt
þennan Litladal lögbýli; með þann dóm kveðst presturinn vera stórlega
misfornægður, kveðst hafa dómsins beiðst á þínginu en þann dóm aldrei fengið en
kveðst ráðinn til dóminn eftir efnum að átelja þegar hann fái; þegar tíund hefur
goldist, hefur hún goldist til prests og fátækra svo sem af x o. Eigandinn er
beneficíum Auðkúla. Ábúandi Jón Eiríksson.
Landskuld Ix álnir. Betalast með öllum gildum landaurum heim til staðar-
haldarans, aðrar xxx álnir, en einar xx álnir betalast með vallarslætti þá til sagt
verður þrír eyrisvellir fyrir xx álnir og fæðir presturinn verkamenn; x álnir land-
skuldar, sem meiri eru, gjaldast í landaurum ut supra.
Leigukúgildi iiii. Leigur betalast í smjöri heim til staðarins.
Kvaðir öngvar.
Kvikfénaður ii kýr, xiiii ær, i hross.
Fóðrast kann i kýr, xii ær, vi lömb, það sem meira er vogast á útigang og
tilkeypta beit í Stóradalslandi.
Silungsveiðivon er ekki örvænt í Svínavatni en brúkast ei fyrir vanefnum.
Grasatekja á Kúluheiði er frí.
Vatnsból er meinillt og bregst oft um vetur so þíða þarf snjó fyrir kvikfje.
Fyrirsvar hefur hér haldist síðan lögsagnarinn Sigurður Einarsson dæmdi
síðast, en áður var það ekki mótmælislaust. Önnur hlunnindi hefur þetta afbýli
verið óskipt í heimastaðarins landi.“
Geithamrar. Mynd: Héraðsskjalasafn.