Húnavaka - 01.05.2013, Page 157
H Ú N A V A K A 155
Mannalát 2011 og 2012
Hólmsteinn Valdimarsson
frá Blönduósi
Fæddur 18. janúar 1923 – Dáinn 17. október 2011
Hólmsteinn fæddist á Gunnfríðarstöðum í Svínavatnshreppi. Foreldrar hans
voru Valdimar Stefán Sigurgeirsson, 1889-1967 og Jóhanna Magnúsdóttir,
1892-1962. Hann átti tvær systur, Herdísi Petreu og Sigríði.
Hólmsteinn ólst upp á Gunnfríðarstöðum og gekk í farskóla í sveitinni sem
var á ýmsum bæjum eins og tíðkaðist þá. Seinna flutti fjölskyldan að Smyrla-
bergi og var þar um tíma. Valdimar og Jóhanna fluttu síðar til Blönduóss.
Sem ungur maður sótti Hólmsteinn ýmsa
vinnu sem til féll í sveitinni og var eftirsóttur þar
sem vantaði mann með krafta í kögglum.
Sambýliskona Hólmsteins var Guðný Hjálm-
fríður Elín Kristjánsdóttir, 1930-2001, frá
Blönduósi, þar reistu þau heimili og eignuðust
fjögur börn en þau eru: Jóhanna Hrefna, f. 1950.
Maki hennar er Örn Guðmundsson og eiga þau
eina dóttur. Margrét Kristín, f. 1951. Maki
hennar var Benedikt Blöndal og eiga þau þrjú
börn. Valdimar Stefán, f. 1958, maki Guðrún
Guðmundsdóttir og eiga þau tvö börn. Baldur
Helgi, f. 1960.
Árin sem þau Guðný bjuggu á Blönduósi vann
Hólmsteinn ýmis störf, t.d. í byggingavinnu, á sláturhúsinu og ekki síst við
tamningar.
Eftir að þau Guðný slitu samvistum var dálítil lausamennska á Hólmsteini
og hann var þá fram um sveitir í tamningum á sumrin en fór suður á vertíð á
veturna. Hólmsteinn var mikill og góður tamn inga- og hestamaður. Hann
kom af vertíðinni á vorin um svipað leyti og farfuglarnir komu og gróð urinn
úr jörðinni. Þá var stuð á Hólmsteini því að hann hafði þráð allan veturinn að
komast í sveitina og fara að gera gagn eins og hann sagði. Hann tók að sér hóp
hrossa og tamdi og þjálfaði. Hann fór ríðandi með marga til reiðar á milli bæja
og oft á milli héraða til að hitta vini og kunningja. Þá var til þess tekið hvað
hestar voru mjúkir í taumum og vel settir á gangi hjá Hólmsteini.
Hann var sterkur persónuleiki. Hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum, var mikill vin ur vina sinna, þeirra sem honum líkaði við en lét hina