Húnavaka - 01.05.2013, Page 159
H Ú N A V A K A 157
Hann giftist Magdalenu Sæmund sen, 1921-1998, á afmælisdegi hennar, 27.
maí 1961. Saman ólu þau upp Sigríði Hermannsdóttur, systurdóttur
Magdalenu.
Þormóður var áhugamaður um fleira en búskap, hann hafði áhuga fyrir
trjárækt og félagsmálum margs konar og sat í stjórnum félagasamtaka og
gegndi þar trúnaðarstörfum. Þormóður og Magdalena ferðuðust töluvert
saman með fjölskyldu og vinum á heiðar og fjöll. Ferðalög, útivist og stangveiði
var þeirra sameiginlega áhugamál.
Að Holtabraut 4 byggði hann hús, fyrsta húsið uppi í hverfi eins og það er
kallað á Blönduósi. Þar bjuggu Þormóður og Magdalena og hann síðan einn
eftir að kona hans féll frá.
Þormóður andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Útför hans var
gerð frá Blönduóskirkju þann 14. janúar. Jarðsett var í Blönduóskirkjugarði.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Sigríður Hjaltberg Vilhjálmsdóttir
frá Brandaskarði
Fædd 14. nóvember 1921 – Dáin 21. janúar 2012
Sigríður Hjaltberg fæddist á Gunnfríðarstöðum í Langadal. Foreldrar hennar
voru þau Jensína Sigríður Hallgrímsdóttir, 1892-1963 og Vilhjálmur Bene-
dikts son, 1894-1955. Þegar Sigríður fæðist er Jensína móðir hennar vinnukona
á Holtastöðum í Langadal og næstu árin eftir fæðingu hennar er hún vinnu-
kona á ýmsum stöðum þar í sveitinni og ávallt með litlu dóttur sína með sér.
Þegar Sigríður er níu ára skrifar Vilhjálmur faðir hennar Jensínu bréf og vill
fá þær mæðgur til sín að Brandaskarði. Jensína
verður húsfreyja á Branda skarði og á næstu árum
eignast Sigríður fjögur systkini en þau eru: Jón
Margeir, 1931-2011, Brynhildur Ingibjörg, 1933-
2011, Valdimar Benedikt, f. 1935 og Páll Ísleifur,
1936- 1968.
Á Brandaskarði ólust systkinin upp við hefð-
bundin sveitastörf þess tíma. Allir urðu að leggja
sitt af mörkum, ungir sem aldnir, lífið var barátta
um að komast af. Eina menntunin sem bauðst
börnum á þessum tíma var farskóli, nokkrar vikur
á vetri.
Sigríður var greind og minnug og átti auðvelt
með að læra. Auk þess var hún dugleg og áhuga-
söm. Seinna lagði hún ríka áherslu á það við sín eigin börn að þau næðu sér í
góða menntun og hvatti þau og studdi til þess.
Rúmlega tvítug fer Sigríður til Reykjavíkur og vinnur á spítalanum