Húnavaka - 01.05.2013, Page 162
H Ú N A V A K A 160
Sigurður Guðmundsson,
Fossum
Fæddur 22. febrúar 1927 – Dáinn 16. mars 2012
Sigurður Guðmundsson var fæddur á Fossum í Svartárdal. Foreldrar hans
voru hjónin Guðmundur Guðmundsson, 1893-1976, bóndi á Fossum og
Guðrún Þorvaldsdóttir, 1901-1949, frá Villingadal í Eyjafirði. Sigurður var
elstur þriggja bræðra, yngri voru Guðmundur
Sigurbjörn, 1930-2010, bóndi á Fossum og
Sigurjón, f. 1935, áður bóndi á Fossum en nú
búsettur á Blönduósi.
Fossar eru víðlend fjallajörð og liggur að
Eyvindarstaðaheiði, lengst af nokkuð afskekkt en
jafnan hefur þótt þar gott undir bú. Í þessu
umhverfi heiðarinnar ólst Sigurður upp og fór
ungur að taka til hendi við bústörfin.
Barnafræðslu naut hann í farskóla hjá Bjarna
Jónassyni, kennara í Blöndudalshólum. Einn
vetur dvaldi hann við nám í Reykjaskóla í
Hrútafirði og annan vetur á Akureyri við smíðar
en hann var lag hentur að upplagi, svo sem fleiri
ættmenn hans.
Guðrún, móðir Sigurðar, lést árið 1949, aðeins 48 ára að aldri. Það varð
þeim feðgum þungbær missir en með góðri samstöðu tókst að halda heimilinu
gangandi.
Um 1960 tóku bræðurnir þrír við jörð og búi á Fossum og bjuggu þar
félagsbúi ásamt föður þeirra allt þar til hann lést árið 1976 og svo áfram eftir
það. Jörðinni skiptu þeir upp, hafði hver bróðirinn sinn eigin bústofn og
fjárhús en saman unnu þeir að heyöflun og öðrum bústörfum.
Árið 1957 var flutt inn í nýtt, steinsteypt íbúð arhús en útihús voru síðan
endurbyggð og ræktuð upp víðlend tún frammi í dalnum. Árið 1995 lét
Sigurjón af búskap og fluttist til Blönduóss.
Allir voru þeir Fossabræður fjármenn af Guðs náð og þar var Sigurður eng-
inn eftirbátur. Búskapurinn átti hug hans allan. Hann var natinn fjárhirðir, átti
fallegt og afurðagott fé og lét sér annt um sínar skepnur. Góða reiðhesta átti
hann og stundaði nokkuð tamningar.
Ungur að árum byrjaði Sigurður að fara í göngur á Eyvindarstaðaheiði.
Árið 1956 tók hann við starfi gangnastjóra á heiðinni af föður sínum og var
það í 36 ár. Sigurður var farsæll og öruggur gangnaforingi, gjörþekkti heiðina
en gætinn og fyrirhyggjusamur í hvívetna. Hann var enginn hávaðamaður en
þéttur fyrir, menn treystu dómgreind hans og fyrirhyggju í erfiðum aðstæðum
því skjótt geta skipast veður í lofti á heiðinni.
Sigurður á Fossum var maður höfðinglegur í sjón og raun, beinn í baki,
svipurinn bjartur og drengilegur. Hann var greindur maður, talaði gott mál og