Húnavaka - 01.05.2013, Page 163
H Ú N A V A K A 161
setti hugsanir sínar skipulega fram, gat átt til að kasta fram vísu en fór dult
með. Á tímabili sat hann í hreppsnefnd Bólstaðarhlíðarhrepps en tók að öðru
leyti ekki mikinn þátt í félagsstörfum, naut þess að ferðast um landið sitt,
einkum fram til fjalla en var fremur heimakær. Hann var áhugamaður um
málefni lands og þjóðar, fylgdist vel með og var fremur róttækur að lífsskoðun,
félags hyggjumaður af gamla skólanum, alinn upp í anda aldamótakynslóðarinnar
og ungmennafélagshreyfingarinnar þar sem fornar dyggðir og ættjarðarást
voru í æðstu metum.
Sigurður upplifði miklar þjóðfélagsbreytingar á langri ævi, sá Ísland vaxa
frá örbirgð til allsnægta. Yfir ýmsu gladdist hann sem hann taldi horfa til betra
lífs, svo sem aukinni menntun og betri heilbrigðisþjónustu en um græðgisvæðingu
samfélagsins og afleiðingar hennar átti hann orð við hæfi.
Þótt Sigurður eignaðist ekki afkomendur var hann barngóður maður. Þess
nutu bróðurbörnin á heimilinu, sem ólust upp með honum, og svo afkomendur
þeirra sem öll urðu vinir hans. Þar var ekkert kynslóðabil.
Síðustu misserin var heilsa Sigurðar tekin að bila. Haustið 2010 flutti hann
inn á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi og átti þaðan lítt afturkvæmt.
Haustið 2011 lagðist búskapur af á Fossum. Það féll Sigurði þungt að sjá
æskuheimili sitt hreppa þau örlög þar sem sama ættin hafði búið í 120 ár. En
hann var enginn svartsýnismaður og vissi að aftur getur komið vor í dal.
Í ársbyrjun fór heilsu Sigurðar hrakandi. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni
og fór útför hans fram frá Bergsstaðakirkju 31. mars. Jarðsett var í kirkju garð-
inum þar.
Sr. Ólafur Þ. Hallgrímsson.
Anna Marta Helgadóttir,
Uppsölum
Fædd 13. nóvember 1924 – Dáin 10. apríl 2012
Anna var fædd í Tröð í Kollsvík við Patreksfjörð. Foreldar hennar voru Sigrún
Össurardóttir og Ásbjörn Helgi Árnason. Anna var þriðja af sex systkinum
sem eru; Guðrún, Árni, Ólafur Helgi, Halldóra og Kristrún Björt.
Þegar Anna var innan við eins árs gömul var hún send í fóstur til ömmu
sinnar og afa, Önnu Guðrúnar Jónsdóttur og Össurar Guðbjartssonar. Anna
Guðrún og Össur áttu þrettán börn og var hún því fjórtánda barnið sem þau
ólu upp. Þau bjuggu á Láganúpi í Kollsvík og síðar í Dýrafirði og Önundarfirði.
Anna fór til náms í Kvennaskólann á Blönduósi árin 1945-1946, þar
kynntist hún manni sínum, Ingþóri Líndal Sigurðssyni, 1920-1998, sem
fæddur var að Hólabaki í Húnaþingi. Foreldar hans voru Húnvetningar, þau
Kristbjörg Kristmundsdóttir og Sigurður Líndal Jóhannesson.
Anna og Ingþór giftu sig þann 10. maí 1947. Að Uppsölum í Sveinsstaða-
hreppi bjó Anna með Ingþóri og foreldrum hans við hefðbundinn búskap.