Húnavaka - 01.05.2013, Page 164
H Ú N A V A K A 162
Eftir að Sigurður, faðir Ingþórs, féll frá keyptu Anna og Ingþór Uppsali. Þar
bjuggu þau meðan kraftar og heilsa leyfðu.
Anna og Ingþór eignuðust sjö börn sem eru í aldursröð; Sigurður Helgi, f.
1947, maki Margrét Gunnhildur Lárusdóttir, f.
1951 og eiga þau þrjú börn, fyrir átti Sigurður tvö
börn. Kristmundur Ólafur Jónas, f. 1950,
sambýliskona Sigrún Her dís Sigurbjartsdóttir, f.
1957 og eiga þau tvö börn, fyrir átti Kristmundur
þrjú börn, Sigrún Björg, f. 1952, maki Hjálmar
Magnússon, f. 1943 og eiga þau tvö börn.
Þorsteinn Rafn, f. 1952, maki Sigurbjörg María
Jónsdóttir, f. 1958 og eiga þau tvö börn, fyrir átti
Þorsteinn eitt barn. Magnús Huldar, f. 1957,
sam býliskona Margrét Rögn valds dóttir, f. 1959,
Magnús á tvö börn af fyrra hjónabandi. Guð-
mundur Elías, f. 1961, maki Guðrún Sigurbjörg
Kjartansdótt ir, f. 1961 og eiga þau eitt barn, fyrir
átti Guðmundur þrjú börn. Yngstur er Birg ir Líndal, f. 1963, maki Sigríður
Bjarnadóttir, f. 1966, eiga þau þrjú börn.
Auk þess ólu þau upp elsta barnabarn sitt, Önnu Bryndísi Sigurðardóttur.
Að Uppsölum undi Anna sér vel, þar ól hún upp börnin sín og bjó allan
sinn búskap. Hún var traust og trúuð kona, hún mat hið góða í fari fólks og
var eins við alla þar sem kærleikurinn mótaði samskiptin við samferðafólkið
allt á lífsins leið. Börnin, fjölskyldan og heimilið var hennar líf. Hún var sífellt
að störfum, hugsandi um velferð fjölskyldunnar, eiginmannsins og barnanna á
mannmörgu gestkvæmu sveitaheimili þar sem nóg var að gera bæði úti og inni
frá morgni til kvölds. Hún var lífsglöð og söngelsk og félagi í kór Þingeyrakirkju
og hún var í Kvenfélagi Sveinsstaðahrepps.
Hún andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi en þar hafði hún dvalið
um skeið. Útför hennar var gerð frá Þingeyrakirkju 14. apríl. Jarðsett var í
kirkjugarðinum þar.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Jóhanna Guðbjörg Gunnlaugsdóttir
frá Efri-Harrastöðum
Fædd 29. desember 1924 – Dáin 18. apríl 2012
Jóhanna var fædd á Blönduósi. Foreldrar hennar voru Ósk Ingibjörg Þorleifs-
dóttir, 1884-1967 og Gunnlaugur Benedikt Björnsson, 1897-1978, bændur á
Efri-Harrastöðum. Jóhanna átti hálfbróður sem Þorleifur hét, sammæðra,
eldri. Hann lést á unglingsaldri, mörgum árum fyrir fæðingu hennar.
Jóhanna ólst upp í foreldrahúsum við hefðbundin sveitastörf og hún stund aði