Húnavaka - 01.05.2013, Page 166
H Ú N A V A K A 164
Ingibjörg Helga Steinþórsdóttir,
Blönduósi
Fædd 5. maí 1926 – Dáin 1. maí 2012
Ingibjörg Helga var barn þeirra hjóna, Ingibjargar Jónasdóttur, 1899-1978,
og Steinþórs Björnssonar, 1900-1986, er voru bændur á Breiðabólsstað í
Vatnsdal. Ingibjörg var elst fjögurra barna þeirra, hin eru; Jóhanna, Jónas
Sigurð ur og Sigurlaug.
Árið 1949 giftist Ingibjörg Jóhanni Helga
Guðmundssyni, 1922-1988, sem fæddur var að
Litlu-Borg í Vestur-Húnavatnssýslu. Ingibjörg og
Jóhann bjuggu sín fyrstu ár að Breiðabólsstað hjá
for eldrum Ingibjargar en í ársbyrjun 1953 fluttu
þau í Skólahúsið við Sveinsstaði. Þar áttu þau sitt
heimili meðan Jóhann lifði en Ingibjörg, eða Inga
eins og hún var kölluð, flutti þá til Blönduóss. Það
var árið 1990 og á Blönduósi bjó hún til æviloka.
Inga og Jóhann eignuðust eina dóttur, Ólöfu
Guð mundu. Hún er gift Halldóri Jóhanni Gríms-
syni og eiga þau einn son.
Í Skólahúsinu í Þingi sá Ingibjörg um bókasafn
sveitarinnar sem þar var til húsa og hún bjó þar einnig með nokkrar kindur og
fáein hross. Þegar Pólarpjón setti á stofn saumastofu á efri hæð skóla hússins
vann Ingibjörg þar og þegar fyrir tækið hætti rekstri vann hún hjá nýjum
eigendum, hjónunum á Bjarnastöðum, Ellerti og Vigdísi, sem héldu áfram
rekstri saumastofu í Skólahúsinu og var kölluð Saumastofan Þing.
Inga þótti lagin og útsjónar söm við skepnur og að hjálpa kindum í sauð-
burði og var oft til hennar leitað. Alltaf var hún tilbúin að rétta hjálparhönd
ef um var beðið, hjálpsöm og bóngóð með bros á vör.
Í Skólahúsinu í Þingi bjó Ingibjörg í nærri 40 ár. Þegar hún flutti til
Blönduóss keypti hún sér íbúð í húsi sem kallað var Bjarg en er nú Blöndu-
byggð 8. Seinna átti hún heima í Bræðraborg eða Árbraut 17. Hún bjó um
tíma í Hnitbjörgum, íbúðum fyrir eldri borgara á Blönduósi en frá árinu 2005
dvaldi hún á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi, fyrst á dvalardeild og síðan á
sjúkradeild. Þar andaðist hún og var útför hennar gerð frá Þingeyrakirkju 12.
maí. Jarðsett var í kirkjugarðinum þar.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.