Húnavaka - 01.05.2013, Qupperneq 167
H Ú N A V A K A 165
María Jónsdóttir,
Blönduósi
Fædd 1. ágúst 1915 – Dáin 12. júní 2012
Hún hét fullu nafni María Sigurlaug Þóra. Foreldrar hennar voru hjónin á
Húnsstöðum, Sigurbjörg Gísladóttir, 1873-1940, frá Húnsstöðum og Jón
Benediktsson, 1881-1977, frá Skinnastöðum. Sigurbjörg, móðir Maríu, var
tvígift, fyrri maður hennar var Sigurður Jóhann
Sigurðsson og með honum átti hún tvö börn,
Þuríði Guðrúnu og Sigurð Gísla.
María var fædd á Húnsstöðum, þau voru tvö
alsystkinin, eldri drengur skírður Einar en hann
lést í barnæsku. Barnaskólinn var farskóli
sveitarinnar, Torfalækjarhrepps, síðan var hún
einn vetur í námi við Hússtjórnarskólann í
Reykjavík. Eitt ár var hún í Gautaborg í Svíþjóð
hjá tengdafólki hálfbróður síns, Sigurðar, við
barnagæslu og heimilis hjálp.
María giftist Birni Blöndal Kristjánssyni, 1916-
1996, frá Brúsastöðum í Vatnsdal árið 1941. Á
þeim tíma, árum seinni heimstyrjaldarinnar, var
Björn stundakennari við Gagnfræðaskóla Austur bæjar og Miðbæjarskólann í
Reykjavík. Þau settu saman sitt fyrsta heimili í Reykjavík en fluttu norður í
Húnavatnssýslu að Húnsstöðum árið 1943. Þar hófu þau búskap á móti Jóni,
föður Maríu, en Sigurbjörg móðir hennar var þá fallin frá. Að Húnsstöðum
bjuggu María og Björn sínu búi til ársins 1963 er dóttir þeirra, Gréta Kristín
og tengdasonur, Kristján, tóku við búinu.
María og Björn eignuðust þrjú börn. Elst er Sigurbjörg Margrét, fædd
1942. Maki hennar var Gunnar Hellström og eiga þau eitt barn. Önnur í
röðinni er Gréta Kristín, f. 1943. Maki hennar er Kristján Sigfússon og eiga
þau þrjú börn. Yngstur er Jón Benedikt. Kona hans er Stefanía Arnórsdóttir,
f. 1945 og eiga þau tvö börn.
Búskaparárin á Húnsstöðum einkenndi mikil vinna frá morgni til kvölds,
óþrjótandi verkefni eins og gerist á gestkvæmu sveitaheimili og börn í sumar-
dvöl. Á hennar búskaparárum var hvorki rafmagn eða rennandi vatn úr krana
í húsum, búskaparhættir sem ekki þekkjast nú á dögum.
Á Hólabraut 5 á Blönduósi bjuggu þau María og Björn, það hús byggðu
þau sér og fluttu þangað úr sveitinni árið 1966. Þar áttu þau síðan heimili. Á
þeim árum var Björn kennari á Blönduósi en María vann ýmsa vinnu, t.d. við
veitingasölu í söluskála BP, fyrsta veitinga skálanum við þjóðveginn í gegnum
bæinn Blönduós. Á Héraðshælinu á Blönduósi vann María frá árinu 1970 til
1985. Þar var hún sem vökukona eða starfsstúlka á næturvöktum. Einnig vann
hún sem gangastúlka og sem starfsstúlka í eldhúsi.
María missti Björn mann sinn árið 1996. Hún bjó áfram á Hólabrautinni