Húnavaka - 01.05.2013, Page 168
H Ú N A V A K A 166
þar til hún fór á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi. Þar var hún í tíu ár og þar
andaðist hún.
Útför hennar var gerð frá Blönduósskirkju þann 22. júní og jarðsett var í
kirkjugarðinum þar.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Guðjón Andréss on
frá Skagaströnd
Fæddur 24. október 1920 – Dáinn 20. júní 2012
Guðjón var fæddur í Kálfshamarsvík í Skagahreppi. Foreldrar hans voru
Sigurborg Hallbjarnardóttir, 1892-1983 og Andrés Guðjónsson, 1893-1968.
Þau hjón eignuðust fimm börn og ólu auk þeirra upp eina fósturdóttur. Systkini
Guðjóns eru; Hallbjörn, Sigfús Haukur, Lilja og
Árni. Guðjón flutti ungur með fjöskyldu sinni að
Neðri-Harrastöðum og átti þar heima til
fullorðinsára.
Guðjón ólst upp við hefðbundin sveitastörf og
naut barnafræðslu þess tíma. Hugur hans stóð til
frekari skólagöngu, hann langaði að læra læknis-
fræði en aðstæður voru ekki til langskólagöngu.
Auk sveitastarfa fór hann snemma að vinna við
smíðar, hann rak trésmíðaverkstæði og sá um
bygg ingu húsa.
Eitt af verkefnum Guðjóns var að byggja íbúð-
arhús á Húsavík í Strandasýslu. Þar kynnt ist hann
dóttur hjónanna á bænum, Sigfríði Runólfsdóttur,
f. 1928. Þau felldu hugi saman, stofnuðu heimili ár ið 1948 og gengu í hjónaband
6. júní árið 1954. Þau eignuðust þrjá dætur: Elst er Birna Bergmann, f. 1948,
maki hennar er Pierre Rabbath, f. 1946 og eiga þau einn son. Stefanía Guðrún,
f. 1950, maki hennar er Ástvaldur Jóhannesson, f. 1960. Þau eiga fjögur börn.
Sigurborg Lilja, f. 1960, maki Gunnar M. Erlingsson, f. 1960, þau eiga tvö börn.
Þau hjón, Guðjón og Sigfríður, áttu heimili sitt lengi á Skagaströnd og byggðu
þar hús við Fellsbraut 5. Hann vann við trésmíðar og síðar við verslunarstörf er
hann tók við rekstri verslunar föður síns á staðnum. Þau hjón fluttu suður um
miðjan áttunda áratuginn og áttu þar heimili sitt lengst af í Kópavogi en síðustu
átta árin í Hafnarfirði. Guðjón vann syðra í nokkur ár hjá Byggingafélagi
Kópavogs. Hann veiktist alvarlega, 58 ára gamall og varð þá að mestu að láta af
störfum.
Þau hjón nutu þess að ferðast og ferðuðust mikið bæði innan lands og utan.
Oft lá leið þeirra til dótturinnar sem búsett er í Sviss og til Bandaríkjanna.
Guðjón var handlaginn, hlutirnir léku í höndum hans og hann gat lagað flest