Húnavaka - 01.05.2013, Side 169
H Ú N A V A K A 167
það sem aflaga fór. Hann hafði gaman af að spila og tónlist var honum
hugleikin. Hann hafði gaman af því að dansa og þau hjónin nutu þess að fara
út að dansa.
Guðjón var ljóðelskur, orti sjálfur og kunni mikið af ljóðum. Hann var
þeirrar gerðar að gera miklar kröfur bæði til sín og annarra. Hann var
ákveðinn, hreinskiptinn og hreinskilinn. Hann átti ríkar tilfinningar, var blíður,
barngóður og samviskusamur.
Bálför Guðjóns fór fram frá Fossvogskapellu 27. júní.
Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Magnús Ólafsson,
Skagaströnd
Fæddur 22. febrúar 1945 – Dáinn 23. júlí 2012
Magnús var fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Ólafur
Magnússon, 1913-1989, skipstjóri og Sigþrúður Jónsdóttir, 1908-2007,
húsmóðir. Magnús átti eina systur, Jónínu Margréti, sem búsett er í Hafnarfirði.
Magnús giftist Elínu Helgu Njálsdóttur, fædd 1946, 27. júlí 1963 en þau
skildu 1993. Þau eignuðust þrjú börn en þau eru:
Sigþrúður, fædd 1963, gift Hafþóri S. Gylfasyni
og eiga þau þrjú börn, Hulda, fædd 1969, gift
Jóni Önfjörð Arnarssyni og eiga þau þrjú börn og
Ólafur, fæddur 1977, í sambúð með Evu Björk
Valdimarsdóttur og eiga þau tvö börn.
Magnús lauk meistaraprófi í skipasmíði frá
Iðnskólanum í Hafnarfirði og starfaði í nokkur ár
við skipasmíði bæði á Íslandi og í Svíþjóð en
einnig fékkst hann við almennar smíðar. Hann
flutti ásamt Elínu og tveimur börnum til
Skagastrandar árið 1971 og bjó þar næstu 36 ár.
Hann starfaði lengst af sem verkstjóri fyrir
Sveitarfélagið Skagaströnd sem og að sinna starfi
slökkviliðsstjóra á svæðinu og hafnarvörslu þar til hann veiktist árið 2004. Árin
á eftir bjó hann á Skagaströnd en fluttist til Reykjavíkur árið 2007. Þar bjó
hann til ársins 2012 þegar hann fluttist aftur til Skagastrandar og bjó á
Dvalarheimilinu Sæborg yfir vor- og sumarmánuðina. Hann lést á Heilbrigðis-
stofnuninni á Blönduósi.
Magnús var ötull í félagsstarfi, bæði í skák- og briddslífi á Skagaströnd sem
og að stunda fótbolta. Hann sinnti einnig kennslu í Höfðaskóla á Skagaströnd
einstaka misseri en einnig aðstoðaði hann nemendur sérstaklega heima fyrir ef
þörf var á og hafði hann mikla ánægju af því. Magnús var hógvær og kaus að
láta ekki mikið á sér bera en hafði þó gaman af félagsskap. Hann stundaði