Húnavaka - 01.05.2013, Page 170
H Ú N A V A K A 168
sund á sínum yngri árum og seinni árin spilaði hann badminton með félögum
sínum á Skagaströnd sem hann hafði mjög gaman af og gat sagt góðar sögur
af þeirri baráttu. Hann lagði metnað í vinnu sína, vann mikið en ferðaðist
reglulega í sumarfríum þegar hann hafði heilsu til og naut þeirra sumarfría til
hvíldar.
Útför Magnúsar var gerð frá Bænhúsi í Fossvogi þann 27. júlí, jarðsett var
í Hafnarfjarðarkirkjugarði.
Ólafur Elínarson.
Vilberg Rafn Vilbergsson
frá Blönduósi
Fæddur 3. september 1981 – Dáinn 5. september 2012
Vilberg Rafn fæddist í Reykjavík. Foreldrar
hans voru Alda Rafnsdóttir, 1963-1988 og Hans
Vilberg Guðmundsson, f. 1962. Systkini hans
samfeðra eru Guðmundur Kristinn, f. 1985,
Marta Karen, f. 1994 og Kolbrún Halla, f.
2005. Fósturbróðir hans er Benjamín Jóhannes,
f. 1992. Eiginkona Hans Vilbergs er Anna
Aspar Aradóttir, f. 1973.
Vilberg bjó lengst af í Kópavogi en árið 2000
hóf hann störf í Staðarskála og starfaði þar í tvö
ár. Þá flutti hann til Blönduóss og starfaði hjá
N1 og Samkaupum. Þjónustustörf áttu vel við
hann, þar naut hann sín vel. Villi var góður
söngmaður, tónlist og kvikmyndir voru hans
helstu áhugamál.
Hann lést á heimili sínu í Kópavogi. Minn ingarstund fór fram í Fossvogskirkju
þann 13. september. Jarðsett var í Fossvogskirkjugarði.
Anna Aspar Aradóttir.
Agnes Drífa Guðmundsdóttir
frá Blönduósi
Fædd 23. október 1970 – Dáin 21. september 2012
Agnes Drífa fæddist á Blönduósi. Foreldrar hennar voru hjónin, Guðmundur
Kr. Theodórsson mjólkurfræðingur á Blönduósi, f. 1931 og Elín Gréta Gríms-
dóttir húsmóðir frá Kollsvík, f. 1930. Systkini Agnesar Drífu eru fimm: María
Sigríður, f. 1951, hennar maður er Stefán Þor valds son, þau eiga þrjú börn.