Húnavaka - 01.05.2013, Page 171
H Ú N A V A K A 169
Stefanía Theo dóra, f. 1953, hennar maður er Stefán Gunnars son, þau eiga
fjögur börn. Gréta Sjöfn, f. 1961, gift Pétri Helga Stef áns syni, þau eiga fjögur
börn. Theodór Grím ur, 1966-1988. Hrefna Bára, f. 1974.
Agnes Drífa ólst upp á Blönduósi og lauk það an
grunnskólaprófi. Hún stundaði nám við
Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki
og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1991. Á náms-
árunum á Sauðárkróki tók hún virkan þátt í
félagsstarfi innan skólans, hennar áhugamál voru
bóklestur, leiklist og tónlist. Hún tók sér hlé frá námi
og vann á hótelinu á Blönduósi árið 1991-1992.
Veturinn 1992-1993 stundaði Agnes Drífa
nám við Þroskaþjálfaskóla Ís lands en í skólabyrjun
haustið 1993 veiktist hún alvarlega sem varð til
þess að hún fatlaðist og þurfti verulegan stuðning
eftir það. Hún bjó á sambýli á Sauðárkróki og
stundaði Iðju, vinnustað fatlaðs fólks, ásamt því
að taka þátt í tómstundahóp Rauða krossins.
Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Útför Agnesar Drífu fór fram frá
Blönduóskirkju, 28. september og jarðsett var í Blönduóskirkjugarði.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.
Dómhildur Jónsdóttir
frá Skagaströnd
Fædd 22. mars 1926 – Dáin 18. október 2012
Dómhildur fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru Kristín
Mýrdal Karlsdóttir, húsmóðir og Jón Hallur Sigurbjörnsson, húsgagna bólstr-
ari á Akureyri. Þau voru bæði Þingeyingar að uppruna. Auk Dómhildar áttu
þau einn son, Karl Ómar.
Á uppvaxtarárum sínum tók hún virkan þátt í öflugu skátastarfi og var í því
til tuttugu og tveggja ára aldurs. Það varð henni góður skóli og drjúgt veganesti
í starfi fyrir kirkjuna síðar meir.
Hún varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri, stundaði nám í
Húsmæðraskólanum á Akureyri og fór svo í Húsmæðrakennaraskóla Íslands í
Reykjavík og lauk þaðan prófi árið 1948. Eftir það hóf hún kennslu við
Húsmæðraskóla Akureyrar en fór svo til kennslu við Kvennaskólann á
Blönduósi á árunum 1950–1952. Tók hún að sér að vera forstöðukona skólans
síðari veturinn. Í framhaldi af því fór Dómhildur til Danmerkur og stundaði
þar framhaldsnám við háskólann í Árósum vet urinn 1952-1953. Eftir
utanlandsferðina kenndi hún við Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyja firði í
þrjá vetur.