Húnavaka - 01.05.2013, Page 172
H Ú N A V A K A 170
Sumarið 1956 giftist hún sr. Pétri Þ. Ingjaldssyni, 1911-1996, sóknarpresti í
Höskuldsstaðaprestakalli sem nú heitir Skagastrandarprestakall. Þau hjón
eignuðust tvo syni en þeir eru: Jón Hallur, f. 1959, kvæntur Guðríði Frið-
riksdóttur og eiga þau tvær dætur. Pétur Ingjaldur,
f. 1962.
Fyrstu sjö árin bjuggu þau á Höskuldsstöðum
en fluttu svo til Skagastrandar og bjuggu þar
þang að til sr. Pétur hætti prestsþjónustu árið
1981. Fyrst bjuggu þau í húsinu Höfða en fluttu
svo að Hólabraut 1, þegar það hús var keypt
undir prestssetur.
Leiðir Dómhildar og sr. Péturs höfðu fyrst
legið saman þegar hún kenndi við Kvennaskólann
á Blönduósi. Þegar þau síðan gengu í hjónaband
sáu sókn ar börn hans róttæka breytingu verða á
högum prestsins . Nú var flest lagfært eða
endurnýjað í prestsbústaðnum á Höskuldsstöðum,
auk þess sem klæða burður og útlit prestsins gjörbreyttist. „Guð vissi hvað mér
kom að fá þvotta- og ræstikennara fyrir konu. Það er nú það,“ sagði sr. Pétur
um þessa breytingu, þegar um hana var rætt og brosti.
Eftir messur í Höskuldsstaðakirkju var alltaf kirkjukaffi á heimilinu auk þess
að eftir jarðarfarir voru stundum erfisdrykkjur á prestssetrinu. Fyrir utan alla
þá sem komu og áttu erindi við prestinn voru þar í stofunni hjónavígslur og
skírnir, auk þess sem kóræfingar voru þar stundum. Þessu fylgdu auð vitað
höfðinglegar veitingar hjá Dómhildi. Starf prestsfrúarinnar var því ærið á
Höskuldsstöðum. Auk þess fylgdi hún sr. Pétri á aðrar kirkjur, bæði innan
prestakallsins og utan.
Dómhildur lét sig mjög varða starf kirkjunnar og stóð m.a. fyrir öflugu
barnastarfi. Hún átti um tíma sæti í sóknarnefnd Höfðasóknar, var
formað ur barnaverndarnefndar og í tæpan áratug var hún bókavörður við
bókasafn Höfðahrepps. Hún kenndi heimilisfræði við Höfðaskóla á
Skaga strönd, var félagi í Kvenfélagi Höskulds staða sóknar og einnig í
Kvenfélaginu Einingu á Skaga strönd. Um tíma var hún formaður
Sambands Austur-Húnvetnskra kvenna og formaður Sambands
norðlenskra kvenna í allmörg ár.
Í kirkjustarfinu á Skagaströnd var Dómhildur hugmyndarík og framtaks-
söm. Hún átti auk þess auðvelt með að fá fólk til liðs við sig, bæði börn og
fullorðna. Einkum kom þetta fram í barnastarfi kirkjunnar sem var á þessum
tíma blómlegra og öflugra á Skagaströnd en almennt tíðkaðist á landinu. Ekki
einungis voru barnasamkomur fjölsóttar heldur lét hún börnin búa til gjafir og
færa eldra fólki á Skagaströnd og á ellideildinni á Blönduósi. Þegar hún fylgdi
sr. Pétri á sveitakirkjurnar hafði hún sérstakar barnastundir strax á eftir
messunum svo börnin þar færu ekki á mis við sunnudagaskólafræðslu.
Dómhildur beitti sér fyrir því að ráðist yrði í byggingu nýrrar kirkju á
Skagaströnd. Var hún þakklát og stolt yfir að hafa átt sinn þátt í að þar stendur