Húnavaka - 01.05.2013, Page 173
H Ú N A V A K A 171
nú falleg kirkja. Hún vann sjálf að því að teikna upp Spákonufellskirkjugarð
og Hofskirkjugarð og merkja grafir inn á teikningarnar.
Eftir að sr. Pétur hætti prestskap fluttu þau til Reykjavíkur. Þar starfaði
Dómhildur fyrir kirkjuna og var meðal annars safnaðarsystir í ellefu ár í
Hallgrímssókn. Hún stundaði djáknanám í Háskóla Íslands á árunum 1995-
1998.
Við Hallgrímskirkju í Reykjavík vakti það athygli hve starfið meðal eldri
borgara var blómlegt þau ár sem hún stýrði því en auk samverustunda var
farið í ferðalög, bæði innanlands og erlendis. Sinnti sr. Pétur þessu starfi með
henni meðan heilsa hans leyfði.
Er þau fluttu aftur í Húnaþing árið 1992 keyptu þau íbúð nálægt Héraðs-
hælinu á Blönduósi en þar á sjúkrahúsinu lést sr. Pétur. Á Blönduósi sá
Dómhildur í mörg ár um starf meðal aldraðra á Heilbrigðisstofnuninni.
Einnig hafði Dómhildur, með mér, mánaðarlegar helgistundir á Dvalar heim-
il inu Sæborg á Skagaströnd.
Útför Dómhildar var gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 5. nóvember.
Jarðsett var í Spákonufellskirkjugarði.
Sr. Egill Hallgrímsson.
Snæbjörn Adolfsson,
Blönduósi
Fæddur 16. október 1948 – Dáinn 16. nóvember 2012
Snæbjörn var fæddur á Akranesi, foreldrar hans voru Hulda Klara Randrup,
1920-1999 og Adolf Sveinsson, 1920-1967. Snæ björn var elstur barna þeirra
en hin eru Sveinn, f. 1950, Agnes, f. 1952,
Sigurður, f. 1955, Guðný, f. 1958 og Adolf
yngstur, f. 1959. Snæbjörn ólst upp í Keflavík,
hann lærði vélvirkjun og útskrifað ist frá
Iðnskólanum í Keflavík árið 1969 og vann fyrst
við sitt fag hjá Vélsmiðju Njarðvíkur. Einnig vann
hann hjá Ellert Skúlasyni hf. og samstarfs aðila
þeirra, Krafttaki sf. og þá mest við virkj un ar-
framkvæmdir við Hrauneyjafossvirkjun og
Blönduvirkjun. Eftir að hann flutti á Blönduós
vann hann hjá Vélsmiðju Húnvetninga árin
1987-1992 er hann hóf störf hjá Landsvirkjun í
Blöndustöð sem stöðvarvörður við daglegan
rekst ur, eftirlit og viðhald á Blöndusvæðinu. Hann
var einnig öryggis trúnaðar maður starfsmanna Blöndustöðvar frá upphafi
starfs síns við stöðina og til starfsloka, er hann veiktist og lét af störfum. Hann