Húnavaka - 01.05.2013, Síða 174
H Ú N A V A K A 172
var góður verkmaður og laginn að vinna hin ýmsu vandaverk, s.s. flókin
járnsmíðaverkefni.
Snæbjörn lætur eftir sig sjö börn en þau eru: Linda Björk, f. 1968, maki
Hrafn Þórsson og eiga þau 3 dætur, Adolf, f. 1971, maki Rakel Árdís
Sigurðardóttir og eiga þau einn son, Sigríður María, f. 1979, maki Jósep
Steinn Kristjánsson, Ingvar Ragnar, f. 1983, barnsmóðir Sigurlaug Helga
Árnadóttir og eiga þau eina dóttur. Börn Snæbjörns og Kristínar Guðjónsdóttur,
f. 1963, eru Valur Óðinn Valsson, f. 1984, Þorri, f. 1987, maki Gréta María
Björnsdóttir, yngstur er Fróði, f. 1995.
Hann var fjölskyldumaður og bjó fjölskyldu sinni gott heimili að Smárabraut
2 á Blönduósi. Áhugamál hans voru smíðar, vélar, tæki og tónlist ýmiss konar
og helst kántrýtónlist. Hann hafði einnig gaman af knattspyrnu og að keyra
um á mótorhjóli. Hann naut þess að ferðast bæði innan lands og utan.
Snæbjörn andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi og var útför hans
gerð frá Blönduósskirkju þann 24. nóvember. Jarðsett var í Blönduósskirkjugarði.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Jörgen Friðrik Ferdinand Berndsen
frá Skagaströnd
Fæddur 4. desember 1922 – Dáinn 25. nóvember 2012
Jörgen var fæddur á Skagaströnd. Foreldrar hans voru Regine Henrietta Han-
sen, 1884-1947, húsfreyja og Fritz Hendrik Berndsen, 1880-1961 trésmiður.
Þau hjón eignuðust sjö börn og komust sex þeirra upp. Systkini Jörgens sem
upp komust eru: Anna, 1912-1992, Henrietta,
1913-1998, Karla, 1914-2002, Elísabet, 1918-
2002 og Hans, f. 1928.
Jörgen, eða Junni eins og hann var oftast
kallaður, ólst upp heima á Skagaströnd og stund-
aði þar hefðbundið barnaskólanám þess tíma og
hann fór snemma að taka til hendi við vinnu.
Ungur að árum kynntist hann stúlku frá Skaga-
strönd, Kristjönu Sigurbjörgu Lárusdóttur, f.
1926 eða Stellu eins og hún var jafnan kölluð.
Þau stofnuðu heimili á fimmta áratug síðustu
aldar og gengu í formlegt hjónaband árið 1957.
Junni og Stella eignuðust fimm börn. Þau eru:
Bára, f. 1943, maki hennar var Helgi Þór Jónsson,
f. 1943 og eignuðust þau þrjá syni, Fritz Hendrik, f. 1947, hann er kvæntur
Indíönu M. Friðriksdóttur, f. 1945, þau eiga 3 börn, Lára, f. 1948, maki
hennar er Jón Karl Scheving, f. 1947 og eiga þau þrjár dætur, Bjarki, f. 1949,