Húnavaka - 01.05.2013, Page 175
H Ú N A V A K A 173
hann á fjögur börn og Regína, f. 1965, kvænt Braga Þór Jósefssyni og eiga þau
þrjú börn.
Árið 1946 fluttu Junni og Stella til Siglufjarðar þar sem hann lærði
húsasmíði. Eftir að hann lauk námi sínu árið 1950 fluttu þau til Skagastrandar
og þar byggðu þau hús við Hólabraut 7. Junni fékk meistararéttindi í iðn sinni
árið 1953.
Junni og Stella fluttu síðan suður. Þau áttu heimili sitt í Hafnarfirði fyrstu
árin en fluttu 1959 í Kópavog, í einbýlishús er þau reistu að Hlaðbrekku 17.
Þar áttu þau heimili sitt í hálfa öld, allt þar til þau fluttu að Hrafnistu í
Boðaþingi í Kópavogi og þar býr Stella eftir lát manns síns.
Junni starfaði lengst af við húsasmíðar, bæði fyrir norðan og sunnan. Hann
vann einkum við smíði innréttinga og viðhald gamalla húsa. Hann skipti um
starfs vettvang 58 ára gamall en þá tók hann að sér húsvörslu við
Vesturbæjarskólann í Reykjavík og vann þar til starfsloka. Honum féll vel að
vinna í skólanum og kynnast þar nýjum og áhugaverðum starfsvettvangi.
Junni og Stella nutu þess að ferðast um landið, ekki síst að fara norður, vitja
átthaganna og hitta frændfólk og vini. Junni naut þess að syngja. Hann var
músíkalskur og spilaði á munnhörpu. Hann las mikið og var vel að sér á
ýmsum sviðum, ekki síst í landafræði og reikningi. Hann var hagur í höndum
og líkaði vel að vinna að smíðum í skúrnum sínum. Þar gerði hann m.a. líkan
af eldri Hólaneskirkju og af Stóra-Bergi þar sem hann fæddist og ólst upp.
Junni var skipulagður og hafði góða reglu á öllu sínu. Hann hafði vakandi
áhuga á þjóðfélagsmálum og stjórnmálum og var einlægur vinstri maður.
Honum var það kappsmál að auka réttlæti og bæta kjör og aðstæður þeirra
sem búa við kröpp kjör. Hann var heill og sannur í því sem öðru.
Junni var sterkur persónuleiki og hann hafði jafnan miklar skoðanir á
mönnum og málefnum og fylgdi þeim eftir af einurð, festu og heiðarleika.
Útför Junna var gerð frá Kópavogskirkju þann 3. desember. Jarðsett var í
Kópavogskirkjugarði.
Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Óskar Ólafsson,
Skagaströnd
Fæddur 16. maí 1938 – Dáinn 29. nóvember 2012
Óskar var fæddur í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ingigerður Guðmundsdóttir,
1917-1951 og Ólafur Þorsteinsson, 1910-1984. Óskar var elstur 3ja systkina.
Hin yngri eru Baldur og Sigrún.
Hann bjó hjá foreldrum sínum í Reykjavík í fimm ár en þá fluttu þau til
Hafnarfjarðar. Eftir það veiktist faðir hans af völdum hremminga í stríðinu og
foreldrar hans slitu síðan samvistir. Móðir hans veiktist 1950 og lést árið eftir.
Hann var hjá afa sínum og ömmu frá 12 ára aldri, fór að vinna upp úr