Húnavaka - 01.05.2013, Page 176
H Ú N A V A K A 174
fermingu sem sendill og síðar verkamaður en fór til sjós 18 ára að aldri og
vann mikið á togurum. Árið 1972 fór hann að vinna sem verkamaður í
Straumsvík og vann þar til starfsloka.
Óskar kvæntist árið 1982 Sigríði Vilhjálms-
dóttur. Þau slitu samvistir. Sigríður átti fyrir þrjá
drengi; Hilmar, Andrés og Þröst og af þeim er
Andrés einn eftirlifandi. Óskari þótti vænt um
þessa drengi og gerði margt fyrir þá.
Óskar bjó yfir léttri lund og líktist í því efni
móður sinni. Hann var félagslyndur, vinsæll í
hópi vinnufélaga, var mikill íþróttamaður sem
ungur maður og íþróttir héldu áfram að vera
sérstakt áhugamál hans. Hann var einnig mikill
FH-ingur. Veiði og bridds voru líka áhugamál
hans.
Er Óskar var 67 ára hætti hann að vinna og
flutti norður á Dvalarheimilið Sæborg á Skaga-
strönd. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi, útför hans var gerð frá
Fossvogskapellu 10. desember og jarðsett var í Hafnar fjarð ar kirkjugarði.
Sr. Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum.
Inga Þorvaldsdóttir,
Straumnesi, Skagaströnd
Fædd 24. febrúar 1926 – Dáin 14. desember 2012
Inga fæddist á Skagaströnd. Móðir hennar var Þórey Jónsdóttir, 1900-1966,
frá Skagaströnd og faðir hennar, Þorvaldur Þórarinsson, 1899-1981, frá
Hjalta bakka. Inga ólst upp á Skagaströnd en átti
einnig langa dvöl á Hjalla landi í Vatnsdal þar sem
móðir hennar var ráðskona í nokkur misseri.
Hálf bróðir Ingu sammæðra er Jón Ólafur
Ívarsson. Auk þess átti Inga fjölmörg hálfsystkini
í föðurætt.
Inga gekk hefðbundinn menntaveg
barnaskólans á Skagaströnd og fór síðar í nám í
Kvennaskólanum á Blönduósi. Rétt rúmlega
tvítug að aldri, nánar tiltekið á þjóðhátíðardaginn
1947, gekk Inga í heilagt hjónaband með Birgi
Árnasyni. Birgir var fæddur að Kringlu í
Torfalækjarhreppi 12. ágúst 1925 en lést árið
2005. Hann var sonur hjónanna, Árna Björns Kristóferssonar og Guð rúnar
Teitsdóttur. Birgir fluttist með foreldrum sínum út á Skagaströnd 10 ára