Húnavaka - 01.05.2013, Page 177
H Ú N A V A K A 175
gamall og þá lágu leiðir þeirra Ingu saman sem, þegar fram liðu stundir,
þróaðist í að þau rugluðu saman reitum.
Þeim varð þriggja barna auðið en þau eru í aldursröð: Búi Þór, fæddur
1947, dáinn 2008. Búi var kvæntur Guðbjörgu Karlsdóttur. Þau eiga tvo syni.
Eftirlifandi eiginkona Búa er Þorbjörg Bjarnadóttir og á hún tvö börn. Árni
Björn, fæddur 1948, búsettur í Reykjavík. Árni var kvæntur Guðríði
Sigurðardóttur og eiga þau tvö börn. Margrét Eyrún, fædd 1952, gift Finni
Sturlusyni. Þau eiga tvo syni.
Birgir og Inga bjuggu allan sinn búskap á Skaga strönd og meiri hluta hans
var heimili þeirra í Straumnesi. Fyrir kom að þau sæktu vinnu utan byggð ar-
lagsins þegar litla vinnu var að hafa heima á Skagaströnd. Mest alla starfs ævi
sína stundaði Inga almenna verkamannavinnu eins og til féll á hverjum tíma.
Inga var félagi í kvenfélaginu á Skagaströnd auk þess að eiga sinn fasta
saumaklúbb. Annars voru áhugamál hennar einkum bundin dýrum því fátt
var henni kærara en að umgangast dýr. Inga og Birgir héldu lengi sauðfé og
þegar því sleppti tóku hestarnir við og umhirða og umstang kringum þá. Ófá
dýr áttu í raun athvarf sitt í Straumnesi. Allir fengu eitthvað í gogginn í orðs-
ins fyllstu merkingu og er mörgum eftir minnileg fóðrun þeirra á fálkum um
árabil. Raunar virtist Inga geta laðað að sér hvaða dýr sem var.
Hún var afar gestrisin kona og þau hjón bæði. Oft var mannmargt og
gestkvæmt í Straumnesi og annáluð voru þau hjón fyrir teiti sín og borð þá
gjarnan sliguð af kræsingum. Einnig hafði Birgir fyrir sið á hafnarvarðarárum
sínum að bjóða sjómönnum í Straumnes til að fá sér bita. Á móti þeim gestum,
sem öðrum gestum, tók Inga hrein og bein og blátt áfram með ákveðnar
skoðanir. Stundum þegar hún hafði sett fram einarða skoðun sem gat verið á
skjön við almenningsálitið þá fylgdi gjarnan glettni í augunum og svo færðist
bros yfir varirnar.
Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi, var jarðsungin frá Hólaneskirkju á
Skagaströnd 3. janúar 2013 og jarðsett í Spákonufellskirkjugarði.
Sr. Magnús Magnússon.
Jósef Stefán Sigfússon
frá Torfustöðum
Fæddur 28. nóvember 1921 – Dáinn 21. desember 2012
Hann var fæddur í Blöndudalshólum í Blöndudal. Foreldrar hans voru Sigfús
Eyjólfsson og Kristvina Kristvinsdóttir. Jósef var næst yngstur átta systkina en
þau eru öll látin.
Árið 1944 kvæntist Jósef eftirlifandi konu sinni, Fjólu Kristjánsdóttur, f.
1918. Þau hófu búskap á Fjósum í Svartárdal sama ár og voru þar í þrjú ár en
fluttu til Akureyrar haustið 1947. Vorið 1950 komu þau vestur aftur og keyptu