Húnavaka - 01.05.2013, Page 183
181H Ú N A V A K A
grillveisluna og var stemningin góð.
Eftir grillveisluna gátu börnin skemmt
sér í ýmsum leikjum við Hafíssetrið.
Á föstudeginum var stóri fyrirtækja-
dagurinn þar sem fyrirtæki á Blönduósi
opnuðu hús sín. Samkaup og SAH
Af urð ir grilluðu fyrir utan verslun
Sam kaupa og Vilko bauð upp á ávexti
með súkkulaðiídýfu. Þá var haldið
Ólsen Ólsen mót fyrir krakka. Á skot-
svæði Markviss var gestum og gang-
andi boðið að koma og kynnast skot-
íþróttinni af eigin raun. Einnig var
mikill fjöldi gesta sem kom við í Laxa-
setrinu. Dagurinn endaði svo á
töfrasýningu og 80´diskóteki í Félags-
heimilinu.
Á laugardeginum var veður frábær-
lega gott og mikill fjöldi fólks var á
Blönduósi. Opna Gámaþjónustu golf-
mótið fór fram á Vatnahverfisvelli og
heimsmeistarmótið í Lomber var
hald ið á Hótel Blönduósi. Er það
fyrsta formlega heimsmeistaramótið
og er stefnt að því að gera það að
árlegum viðburði. Um morguninn
fóru fram söngprufur í Míkróhúnin-
um, Blönduhlaupið fór fram á vegum
USAH og einnig var keppt í úrslitum
í fiskisúpukeppninni sem fór fram í
Kvennaskólanum. Dagurinn endaði
eins og áður með kvöldvöku og stór-
dansleik í Félagsheimilinu á Blönduósi.
Sunnudagurinn bauð svo upp á safna-
heimsóknir auk þess sem opið hús var
á Heilbrigðisstofnun inni. Há tíð in
tókst vel og var almenn ánægja með
þær nýjungar sem boðið var upp á.
Sorphreinsun.
Meðhöndlun úrgangs hefur breyst
og er hlutfall endurunnins úrgangs
vaxandi. Úrgangur, sem meðhöndl-
aður var á vegum Blönduósbæjar á
árinu 2011, var 344,4 tonn en minnk-
ar árið 2012 í 315,5 tonn eða um
8,4%. Af því fóru 71% eða 222,7
tonn í stað 75% eða 256,9 tonna árið
2011 í urðun í Stekkjarvík. Endur-
vinnsla úrgangs fór úr 25% eða 87,5
tonn í 29% eða 92,9 tonn í endur-
vinnslu. Helstu endurvinnsluflokkar
eru brotamálmar, 33,2 tonn, bylgju-
pappi, 16,7 tonn, heyrúlluplast, 9,9
tonn, dagblöð, 9,0 tonn og hjólbarðar,
5,1 tonn. Þá voru trjágreinar og gras
Grillhátíð í Aðalgötunni á Húnavöku. Ljósm.: Páll Ingþór.