Húnavaka - 01.05.2013, Page 189
187H Ú N A V A K A
USAH, kepptu á mótum sambandsins
og einnig utan héraðs fyrir hönd þess.
Má þar nefna Héraðsmót USAH,
Þristinn og Unglingalandsmót UMFÍ
sem haldið var á Selfossi.
Starf aðalstjórnar Hvatar var með
svipuðu sniði og síðastliðin ár. Stjórn-
in sér um samningagerð við Blönduós-
bæ og innheimtu félagsgjalda en
Knatt spyrnudeild hefur umsjón með
íþrótta svæði Blönduóssbæjar og hefur
samstarf Hvatar og Blönduóssbæjar
geng ið vel. Aðalstjórnin sér um rekstur
vallarhúss, skrifstofu, íþróttaskólann
að vetrinum til, skiptingu sameigin-
legra tekna o.fl.
Starf ungmennafélagsins byggist
aðallega á starfsemi deildanna eins og
sjá má hér að framan. Það starf er
vaxandi og má þar helst nefna stofnun
sunddeildar og ráðningu fram-
kvæmda stjóra knattspyrnudeildar á
árs grundvelli. Vonandi skila þessi
fram faraspor félaginu því sem vonir
standa til.
Auðunn Steinn Sigurðsson, formaður.
UMF. GEISLAR.
Starfsemi Umf. Geisla var með
hefð bundnum hætti á ár inu. Aðal-
fund ur var haldinn þann 14. febrúar.
Stjórn var endurkjörin en hana skipa
Valur Magnússon, formaður, Þórunn
Ragnarsdóttir, varaformaður, Birgir
Ingþórsson, gjaldkeri, Þóra Sverr-
isdóttir, ritari og Guðrún Sigur jóns-
dóttir, með stjórnandi.
Frjáls íþróttaæfingar voru haldnar
tvisvar sinnum í viku á Húnavöllum
frá því í byrjun júní og fram um
miðjan ágúst. Æfingarnar voru vel
sóttar fyrri hluta sumars og þá sér-
staklega mánudagsæfingarnar. Þjálf-
arar voru þau Sigmar Guðni Valberg
og Sandra Haraldsdóttir. Fótbolta-
æfingar voru einnig haldnar einu sinni
í viku og sá Pálmi Gunnarsson um
þær. Þjálfararnir sinntu æfingunum
vel, voru skipulagðir og stundvísir.
Á Héraðsmóti USAH urðu Geisla-
menn stigahæsta félag mótsins fjórða
árið í röð og hlutu 602.5 stig. Geislar
áttu stigahæstu einstaklinga í þremur
flokkum en það voru þau Magnús
Örn Valsson og Jenný Rut Valsdóttir í
16-19 ára flokki og Lilja Maria Suska
í flokki 10-11 ára. Farið var á Pottinn
í pizzuveislu eftir mótið.
Félag ar úr Geislum tóku þátt í
nokkrum mótum á árinu, má þar
Efnilegur hópur. Ljósm.: Auðunn Steinn.