Húnavaka - 01.05.2013, Page 193
191H Ú N A V A K A
keppnisbyssum á 100 ára afmælishátíð
USAH þann 31. mars í íþróttamiðstöð
Blönduóssbæjar. Fjöldi fólks kíkti við í
bás félagsins og fræddist um starf-
semina og annað sem tengdist skot-
fimi.
Reglulegar æfingar hófust svo á
vordögum og voru að venju á
miðvikudagskvöldum út sumarið.
Lítilsháttar aukning varð frá fyrra ári
í skotnum hringjum á velli félagsins.
Í tengslum við Húnavöku bauð
félagið fólki að kynnast skotíþróttinni
af eigin raun, alls voru hátt í 80
manns sem fengu að reyna sig við leir-
dúfurnar undir leiðsögn Markviss-
manna. Nokkrir hópar komu á skot-
svæðið í óvissuferðum o.þ.h.
Skotfélagið stóð að venju fyrir
lands móti sl. sumar. Að þessu sinni
var það haldið dagana 22.–23. júní.
Sigurvegarar urðu Hákon Þór Svav-
arsson og Dagný Hinriksdóttir.
Keppnisfólk félagsins tók þátt í
fjölda móta víða um land, líkt og
undanfarin ár og stóð sig með ágætum.
Markvissmenn stóðu á verðlaunapalli
á alþjóðlegu móti í Hafnarfirði, bæði í
A og B úrslitum og voru hársbreidd
frá úrslitasæti á Íslandsmóti sem hald-
ið var á Akureyri í byrjun ágúst. Þá
má ekki gleyma að minnast á að félag-
ið átti í fyrsta sinn keppanda í kvenna-
flokki á Norðurlandsmótinu sem fram
fór á Húsavík.
Guðmann Jónasson.
JÚDÓFÉLAGIÐ PARDUS STOFNAÐ.
Veturinn 2010-2011 hóf Haukur
Garðarsson að kenna nemendum í
grunnskólanum að Húnavöllum júdó.
Aðsókn var góð og áhugi fyrir æfing-
unum en Haukur er fyrrum Íslands-
meistari í sínum flokki með Júdófélagi
Ármanns, Reykjavík og hefur unnið
sig upp í svart belti.
Sumarið 2011 kom fram áhugi á
að fá þessa kennslu til Blönduóss
þann ig að nemendur Blönduskóla og
Húnavallaskóla hefðu möguleika á að
sækja æfingarnar saman. Við þessu
var orðið og fluttust æfingarnar í
Íþróttahúsið á Blönduósi veturinn
2011-2012. Aðsókn reyndist góð og
voru um og yfir tuttugu á hverri
æfingu.
Á vorönn 2012 var orðin þörf á að
stofna félag um starfsemina. Formleg
stofnun Júdófélagsins Pardusar varð
síðan að veruleika 2. maí og nær
starfssvæðið yfir Austur-Húnavatns-
sýslu. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu
þeir Magnús Ómarsson, formaður,
Hjálmar Ólafsson, gjaldkeri og Egill
Steingrímsson, ritari.
Þann 22. nóvember fékk félagið
viðurkenningu fyrir útbreiðslustarf frá
Júdósambandi Íslands og voru iðk-
endur rúmlega 40 í árslok. Blöndu ós-
bær hefur staðið vel við bakið á
félaginu og ekki má heldur gleyma
frábærri aðstöðu sem Íþróttahúsið á
Blönduósi hefur, ásamt sundlaug,
heitum potti, gufubaði og annarri
aðstöðu þar. Einnig er tilefni til að
nefna jákvæða viðkynningu við starfs-
fólk Íþróttamiðstöðvarinnar sem gerir
góða aðkomu enn betri.
Júdófélagið Pardus hélt sýningu á
100 ára afmæli USAH 31. mars og í
tilefni af því komu góðir gestir frá
Júdódeild Íþróttafélags Reykjavíkur.
Sýndu þeir m.a. júdóbrögð og Goshin
JuJitsu Kata.
Hjálmar Ólafsson.