Húnavaka - 01.05.2013, Page 196
H Ú N A V A K A 194
Iceland og hélt stutt og hnitmiðað
grunn námskeið í ketilbjölluþjálfun.
Erla Jakobsdóttir íþróttafræðingur var
með nokkur fitubrennslunámskeið á
árinu sem þóttu takast vel til. Marjolijn
van Dijk sjúkraþjálfari var með góð
og fjölbreytt námskeið í sundlauginni
á árinu, sundleikfimi, þolfimi í vatni
og sundnámskeið fyrir fullorðna sem
vilja ná betri tökum á sundi.
Hinn árlegi íþróttadagur grunn-
skólanna í Húnaþingi var haldinn í
Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi
fimmtu daginn 22. mars. Nemendur í
7.- 10. bekk kepptu í ýmsum íþrótta-
greinum. Um það bil 200 nemendur
tóku þátt.
Smábæjarleikarnir voru á sínum
stað í júní og var met slegið í fjölda
gesta í sundlauginni á einum degi, 23.
júní, eða um 1.200 manns sem heim-
sóttu sundlaugina okkar.
Hrefna Aradóttir, ÍAK einkaþjálfari
og Erla Jakobsdóttir, íþróttafræðingur
byrjuðu með Metabolic námskeið í
ágúst.
Meistaraflokkur Fram (kvenna) í
handbolta, með nokkrar landsliðs-
konur innanborðs, kom í ágúst til að
æfa í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi.
Voru þær afar ánægðar
með að stöðuna. Þær spil-
uðu meðal annars æfinga-
leik við Akureyri sem fólki
gafst kostur á að horfa á.
Duglegar konur á
Blönduósi byrj uðu með
blaktíma á árinu sem var
skemmtileg viðbót við
íþróttalífið í húsinu eins og
fótbolta, badminton og
þrek salinn.
Hinn vinsæli Zumba
dans byrjaði í fyrsta skipti
í íþróttamiðstöðinni á
Blöndu ósi á árinu. Linda
Björk Ævarsdóttir, alþjóðlegur Zumba
kenn ari, hefur haldið nokkur Zumba
partý og námskeið hjá okkur.
Fyrir jólin héldu þær Snjólaug
María Jónsdóttir og Kristjana Björk
Gestsdóttir markað í íþróttahúsinu.
Hægt var að kaupa bæði notaðar og
nýjar vörur, húnvetnskt handverk,
eplaskífur og kakó að dönskum sið.
Allur ágóði af borðaleigu rann
óskiptur til ADHD samtakanna.
Mikill dugnaður var á árinu í
barna- og unglingastarfi í húsinu og
var margt í boði. Hvöt var með
íþróttaskóla fyrir börn frá 1.-4. bekk
fjórum sinnum í viku. Fótboltaæfingar
voru í boði fyrir 3.-8. flokk. Nokkur
innanhúss fótboltamót voru haldin
fyrir þessa aldurshópa. Sunddeild
Hvatar hefur haldið áfram að dafna
og var með eitt mót á árinu. Frjáls-
íþróttir voru einu sinni í viku á vegum
USAH og Júdófélagið Pardus var með
æfingar einu sinni í viku.
Róbert D. Jónsson.
BLÖNDUSKÓLI.
Veturinn 2011 til 2012 stunduðu
119 nemendur nám við Blönduskóla
Sundæfingar í nýju sundlauginni. Ljósm.: Róbert Daníel
Jónsson.