Húnavaka - 01.05.2013, Page 206
H Ú N A V A K A 204
sóttu jólatré að Hofi í Vatnsdal þar
sem Jón og Eline tóku vel á móti
hópnum og fylgdarliði. Skólarnir voru
skreyttir og litlu jólin haldin þann 19.
desember með hefðbundnu sniði, að
þeim loknum héldu allir í jólaleyfi.
Hér er aðeins minnst á hluta af því
starfi sem fram fer í leik- og grunn-
skólanum. Á heimasíðum Húnavalla-
skóla (http://hunavatnshreppur.is/
hunavallaskoli/ ) og Vallabóls (http://
www.leikskolinn.is/vallabol/ ) er hægt
að afla sér frekari upplýsinga um
skólastarfið, þar er einnig að finna
myndir af skólastarfinu og viðburðum
í skólanum.
Sigríður Bjarney Aadnegard, skólastjóri.
FRÁ TÓNLISTARSKÓLANUM.
Starf tónlistarskólans hófst að
venju í lok ágúst en kennslan 3.
september. Í skólanum eru skráðir
124 nemendur til náms í vetur.
Skiptist það þannig á milli deilda; á
Húnavöllum eru 40, Blönduósi 43 og
Skagaströnd 41. Er það örlitlu færra
en í fyrra.
Sólveig Sigríður Einarsdóttir hætti
kennslu við skólann síðastliðið vor.
Kennarar við skólann að þessu sinni
eru: Benedikt Blöndal Lárusson sem
kennir á Húnavöllum, Blönduósi og
Skagaströnd. Hugrún Sif Hallgríms-
dóttir, kennir á Skagaströnd. Svavar
Sigurðsson, kennir á Húnavöllum og
Blönduósi, Stefán Jónasson, kennir á
Skagaströnd og Blönduósi og Skarp-
héðinn H. Einarsson sem kennir á
Blönduósi og Húnavöllum.
Hefðbundnir jóla- og vortónleikar
nemenda skólans voru haldnir á öllum
kennslustöðum.
Tónlistarnemendur hafa líka
komið fram við fjölmargar messur og
í leikskólum og elliheimilum í hér-
aðinu.
Lúðrasveit Tónlistarskólans starfaði
eins og undanfarin ár og tóku 26
nemendur þátt í landsmóti SÍSL,
Sambandi skólalúðrasveita, sem hald-
ið var í apríl á Akureyri. Síðan lék hún
aftur á Verkalýðsdeginum 1. maí í
Félagsheimilinu á Blönduósi og á 17.
júní.
Skarphéðinn H. Einarsson, skólastjóri.
HEIMILISIÐNAÐARSAFNIÐ
Á BLÖNDUÓSI.
Umtalsverður bati náðist í afkomu
Heimilisiðnaðarsafnsins á árinu. Er
það fyrst og fremst því að þakka að
tekjur hækkuðu um 1.4 millj. króna á
milli ára en rekstrargjöld stóðu nánast
í stað. Skýringin felst í því að ekki var
lagt í viðhald og endurbætur nema
það allra nauðsynlegasta, né til
lagfæringa á föstum sýningum.
Aðsókn safngesta er nú að komast í
svipað horf og var árið 2009, rúml.
3.000 manns, eftir nokkra lægð og
vonandi að þessi þróun haldi áfram á
næsta sumri.
Sumarsýningin, Bútar úr fortíð,
Ungir tónlistarmenn.