Húnavaka - 01.05.2013, Page 207
205H Ú N A V A K A
eftir Írisi Ólöfu Sigurjónsdóttur, var
opnuð á vordögum. Við það tækifæri
tóku þau hjón, Íris og Hjörleifur
Hjartarson, lagið, bæði innan dyra
sem utan og var gerður góður rómur
að. Nokkuð á annað hundrað gestir
voru viðstaddir opnunina.
Íslenski safnadagurinn var haldinn
hátíðlegur sem endranær en venjan er
á þessum degi að konur sýni ýmiss
konar handavinnu, s.s. útsaum, gimb,
hekl og prjón. Einnig er kembt og
spunnið og slegið í vef og fá gestir að
spreyta sig á vinnubrögðunum.
Á Húnavöku var boðið upp á sér-
staka þjóðbúningasýningu í samstarfi
við Heimilisiðnaðarfélag Íslands.
Nokkrar konur frá Heimilisiðnaðar-
félagi Íslands lögðu land undir fót til
að sýna búninga en einnig var
heimafólk fengið til þess. Oddný
Kristjánsdóttir, klæðskeri og kennari í
þjóðbúningasaumi, kynnti og stjórn-
aði sýningunni. Þá var safnið með í
úti lífssýningunni Upplifun í Hrútey á
Húna vöku.
Heimilisiðnaðarsafnið tók þátt í
Sögulegri safnahelgi sem haldin var á
haustdögum. Í tengslum við hana
sýndu ungar stúlkur nærklæðnað úr
safnkosti safnsins frá
fyrri hluta 20. aldar.
Sum ar starfsstúlkurnar
spiluðu á gítar og saxo-
fón og sungu en auk
þess söng Alexandra
Chernyshova nokkur
lög, m.a. íklædd ferm-
ingar kjól frá 1943.
Í lok nóvember voru
Stofutónleikar í safninu
þar sem Rut Ingólfs-
dóttir, fiðluleikari, hélt
einleikstónleika. Einstök
stemmning ríkti á þess-
um tónleikum og þótti
tónleikagestum mikil upplifun að
hlýða á einn fremsta listamann okkar
á þessu sviði.
Á aðventu var upplestur úr nýjum
bókum, viðburður sem alltaf mælist
jafnvel fyrir.
Á öllum þessum viðburðum er
gest um boðið upp á kaffi og kleinur
eða annað meðlæti en á aðventu heitt
súkkulaði og smákökur.
Heimsóknir grunnskólabarna og
annarra nemenda eru árlegar þar sem
nemendur fá tækifæri til að kemba og
spinna og fylgja þræðinum í vef.
Töluvert er um ýmiss konar rann-
sóknavinnu og heimildavinnu vegna
ritgerða nemenda á efri skólastigum
og annarra vegna útgáfumála. Má
nefna Kristínu Harðardóttur sem gaf
út Vettlingabókina síðastliðið haust en
einnig Hélene Magnusson vegna út-
gáfu bókar um íslenskt prjón í Heim-
ilis iðnaðarsafninu.
Forstöðumaður sótti vorfund Þjóð-
minjasafnsins og Farskólafund safna-
manna, einnig hélt undirrituð fyrir-
lest ur á Ísafirði „Heimilisiðnaðarsafnið
- rykfallin geymsla eða virk menning-
arstofnun“ og var fyrirlesturinn
Frá þjóðbúningasýningu á Húnavöku.