Húnavaka - 01.05.2013, Síða 208
H Ú N A V A K A 206
haldinn í tengslum við lok sýningar á
verkum eftir Þórdísi Egilsdóttur (1878-
1961).
Safnið gerðist stofnaðili að ný stofn-
uðu Þekkingarsetri á Blönduósi og tók
forstöðumaður sæti í stjórn þess.
Í upphafi árs þótti stjórn safnsins
afkoma og framtíð Heimilisiðnaðar-
safnsins nokkuð óljós. Ákveðið var að
reyna að halda sjó, huga ekki að
viðhaldi né endurbótum nema því
allra nauðsynlegasta og sætta sig við
að starfsemi safnsins yrði í nokkurri
kyrrstöðu. Þrátt fyrir þetta hefur
Heimilisiðnaðarsafnið, fyrir utan hina
almennu safnastarfsemi, s.s. vörslu,
skráningu, söfnun, rannsóknarstarf
og miðlun, boðið upp á ýmiss konar
menningarlega viðburði. Ber þar sér-
staklega að þakka Menningarráði
Norð urlands vestra sem veitti nokkra
styrki til þeirra. Þá fékkst stuðningur
frá Atvinnuleysistryggingasjóði vegna
launakostnaðar sumarstarfsmanna og
ekki má gleyma að innkoma aðgangs-
eyris hækkaði á milli ára.
Með safnalögum sem tóku gildi um
síðastliðin áramót er gert ráð fyrir að
ábyrgð á rekstri safna muni færast
alfarið á herðar eigenda þeirra, að
undangengnum einhverjum aðlög-
unar tíma. Hlutverk Safnasjóðs verður
fyrst og fremst að veita verkefnastyrki.
Undirrituð fær oft kveðjur frá
ánægðum safngestum, bæði í bréfa-
formi en einnig rafrænt. Gjarnan er
líka „bloggað“ um safnið á afar já-
kvæðan hátt. Greinar og myndir um
safnið birtast einnig í erlendum tíma-
ritum, ritaðar af erlendum safngest-
um. Þetta og svo margt annað segir
okkur að við erum með gersemi í
höndunum sem okkur ber að standa
vörð um.
Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður.
FRÁ VINUM KVENNASKÓLANS.
Félagið hélt sínu striki á árinu, nýir
félagar bættust við í stað þeirra sem
hættu og fjölgaði heldur, eru félags-
menn nú um 220. Ráðist var í að hafa
Minjastofuna opna í sumar sex daga
vikunnar í tvo mánuði. Var það á sama
tíma og opið var hjá Vatnsdælu á refli
og í samvinnu við Jóhönnu Pálmadóttur.
Þetta var ekki auglýst sérstaklega en
hugsað sem tilraun til að bjóða gesti
velkomna í heimsókn. Auk þess að sýna
stofurnar með mun unum var gestum
sýnt húsið. Fjöldi fólks kom í húsið,
naut leiðsagnar og lauk lofsorði á það
sem við höfðum að sýna.
Þann 1. október kom stjórnin
saman til að minnast þess að þann
dag voru nákvæmlega 100 ár liðin frá
því að Kvennaskólinn var settur í
fyrsta skipti í Kvennaskólahúsinu ný-
byggðu. Það gerði Elín Briem sem þá
tók við stjórn skólans í fjórða skipti á
sínum ferli. Þannig vill til að hún setti
skólann líka í fyrra skólahúsinu sem
byggt var árið 1901 og brann síðar.
Einnig tók hún við stjórn skólans á
Ytri-Ey fyrsta árið sem skólinn starf-
aði þar. Hún var frumkvöðull á marg-
an hátt en skólinn hafði jafnan ótal
dugnaðarkonum á að skipa.
Vinir Kvennaskólans tóku þátt í
Sögulegri safnahelgi í október og
komu þá 60 gestir í húsið. Félagið
bauð upp á kaffi, kleinur og pönnu-
kökur í tilefni 100 ára afmælis hússins.
Þann 12. nóvember var haldið upp
á 100 ára byggingarafmælið eins og
sagt er frá á öðrum stað í ritinu. Vinir
Kvennaskólans lögðu lið við hátíða-
höldin. Þá tókum við á móti Helga
Sæmundssyni. syni Elínar, sem kom
sem gestur á hátíðina. Við erum
stoltar af að hafa átt þess kost að sýna