Húnavaka - 01.05.2013, Page 209
207H Ú N A V A K A
honum Elínarstofu og fá frá honum
lofsamleg ummæli varðandi frágang á
þeim munum sem hann fól okkur að
varðveita.
Helgi kom færandi hendi með
kristalsglös Elínar og bókagjöf frá
Sigurlaugu systur sinni.
Vinir Kvennaskólans eiga enn
ýmsum verkefnum ólokið og munu
halda áfram að sinna þeim.
Aðalbjörg Ingvarsdóttir, formaður.
ÞEKKINGARSETRIÐ Á BLÖNDUÓSI.
Þekkingarsetrið á Blönduósi var
stofnað 29. febrúar. Markmið þess er
að vera miðstöð fyrir rannsókna- og
þróunarverkefni á sviði textíls, strand-
menningar og laxfiska á Norðurlandi
vestra og stuðla að auknu samstarfi og
samþættingu menntunar, rannsókna
og fræðastarfs.
Stofnendur þekkingarseturs eru:
Blönduósbær, Farskólinn, miðstöð
símenntunar á Norðurlandi vestra,
Heim ilisiðnaðarsafnið á Blönduósi,
Háskólinn á Hólum, Húna-
vatnshreppur, Landsvirkjun, Laxa set-
ur Íslands, Textílsetur Íslands og Sam-
tök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Alls sitja sjö manns í stjórn og er
Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á
Blönduósi, formaður.
Fyrstu starfsmenn setursins, Kath-
ar ina Angela Schneider, framkvæmda-
stjóri og Gunnar Tryggvi Halldórsson,
verkefnastjóri, voru ráðin í júlí. Í
október voru ráðnir tveir sér fræðing-
ar, Catherine Chambers, dokt orsnemi
og sameiginlegur starfs maður
Þekkingarsetursins og Háskól ans á
Hólum á sviði strandmenningar og
Daniel Govoni, sérfræðingur á sviði
laxfiska.
Þekkingarsetrið er til húsa í
Kvenna skólanum á Blönduósi. Hald-
ið var upp á formlega opnun setursins
þann 12. nóvember, samhliða 100 ára
byggingarafmæli Kvennaskólahússins.
Þá var einnig undirritaður samningur
100 ár frá byggingu kvennaskólahússins á Blönduósi. Ljósm.: Páll Ingþór.