Húnavaka - 01.05.2013, Page 211
209H Ú N A V A K A
móti fólki sem kemur í Textílsetrið til
að leita upplýsinga um bæði faglega
og fræðilega þætti. Einnig er mikið
um að fólk hafi samband og leiti ým-
issa upplýsinga í tengslum við textíl.
Virðist allt benda til þess að vinna
undan farinna ára sé að skila sér í auk-
inni eftirspurn.
Jóhanna E. Pálmadóttir,
framkvæmdastjóri.
VATNSDÆLA Á REFLI.
Fyrstu sex metrarnir að klárast!
Árið 2012 er annað árið sem
saumað er í refilinn. Fyrstu 3,3 m eru
fullkláraðir og ekki þarf mikið til að
fyrstu sex m klárist.
Nýjustu tölur sýna að 607 heim-
sóknir hafa verið í refilinn síðan hann
opnaði 16. júlí 2011. Tekið skal fram
að sumir koma oftar en einu sinni. Á
sama tíma hafa 1.077 klukkustundir
verið nýttar til sauma.
Yfir vetrartímann koma hópar og
sauma út og njóta þess að vera saman,
um leið og þeir setja spor sitt í söguna.
Hóparnir samanstanda af ýmsum
aðilum, t.d. vinnustöðum, frændfólki,
vinkonum og fjölskyldum. Tekið skal
fram að konur jafnt sem karlmenn
hafa tekið spor í refilinn.
Sumarið var opið alla daga vikunn-
ar nema mánudaga og þriðju daga.
Yf ir veturinn var opið á þriðjudögum
fyrir alla sem vildu setja spor sitt í
verk ið. Að öðru leyti var opið eftir
sam komulagi.
Menntamálaráðherra, Katrín Jak-
obs dóttir, var við opnun Þekkingar-
setursins í nóvember og heimsótti hún
refilinn við það tækifæri. Hún fagnaði
framtakinu og lýsti ánægju sinni með
refilinn. Hún ákvað að greiða fyrir
skeggið á Hákoni hárfagra sem síðar
var saumað af einum nemenda frá
Danmörku sem var hér í starfsnámi.
Það hefur verið sérstök ánægja að
kynna refilinn og taka á móti fólki sem
er að kynna sér þetta langtíma verk-
efni. Refillinn hefur sýnt að hann hef-
ur aðdráttarafl og athygli sem dregið
hefur fólk alls staðar frá hingað til
okkar í Húnaþing. Bæði erlendir og
inn lendir gestir hafa fagnað framtak-
inu og er ekki sjáanlegt annað en að
aðsókn aukist í framtíðinni. Er refillinn
hreinn viðauki við möguleika ferða-
fólks á afþreyingu hér á svæðinu.
Jóhanna E. Pálmadóttir.
LAXASETUR ÍSLANDS.
Laxasetur Íslands ehf. var stofnað
23. júní 2011. Hvatamenn að stofn-
uninni voru Jón Aðalsteinn Sæbjörns-
son og Valgarður Hilmarsson. Hlut-
haf ar í lok árs 2012 eru 32, veiðifélög
í Húnavatnssýslum, leigutakar veiði-
réttar, fyrirtæki og einstaklingar. Sam-
starfsaðilar, sem veitt hafa faglegan
stuðning og ráðgjöf, eru m.a. Veiði-
mála stofnun, Landsamband veiðifé-
laga og Háskólinn á Hólum. Ýmsir
aðil ar hafa lagt Laxasetrinu til mynd-
ar lega styrki.
Laxasetrið er aðili að Þekkingar-
setrinu á Blönduósi og er hafið verk-
efni á vegum þess í samstarfi við
Unnið við refilinn.