Húnavaka - 01.05.2013, Page 213
211H Ú N A V A K A
farandi meginsvið; rannsóknir, sýn-
ingu, upplýsingagjöf, þjónustu við
veiði- og ferðamenn, eflingu ímyndar/
byggðar og matarmenningu. Eftir
þessum markmiðum verður unnið
með sjálfbærni á sviði náttúru, sam-
félags og efnahags að leiðarljósi.
Verkefni til að ná markmiðunum:
Sett verði upp sýning lifandi lax-
fiska í búrum og sýnd myndbönd af
veiðisvæðum og veiðum ásamt kort-
um.
Rannsóknarstarfsemi.
Vinna með hagsmunaaðilum að
aukinni nýtingu á veiðum í ám og
vötnum.
Sala minjagripa tengdum veiði og
veiðileyfi.
Vinnsla og þar með reyking á laxfiskum
fyrir veiðimenn og fl.
Veitingasala í tengslum við laxfiska
(sérhæfð).
Þjónusta við ferðamenn.
Öll verkefni tengd ferðaþjónustu
sem skapað geti störf og tekjur.
Sýning Laxasetursins sýnir lifandi
laxfiska í búrum, kvikmynd tekna af
kafara, Erlendi Guðmundssyni,
mynd in sýnir laxfiska í sínu rétta
umhverfi, veiðisögur og laxamódel
þar sem hægt er að skoða innyfli
fisksins. Þá er snertiskjár með upp-
lýsingum um 32 laxveiðiár úr öllum
landshlutum, veiðarfæri nútíðar og
fortíðar og barnahorn, að ógleymdum
Grímseyjarlaxinum sem er stærsti
villtur lax sem veiðst hefur við Ísland.
Auk þess er margskonar sögulegur
fróðleikur.
Lögð er áhersla á að sýningin sé
áhugaverð fyrir alla fjölskylduna og
verði einnig nýtt tækifæri í afþreyingu
fyrir ferðamenn á svæðinu.
Frá opnun sýningarinnar hafa
komið um 1200 gestir og hafa þeir lýst
yfir ánægju með hana. Laxasetrið var
þátttakandi í Sögulegri safnahelgi sem
haldin var 13.-14. október. Komu þá í
heimsókn um 120 manns.
Þann 29. ágúst kom í Laxasetrið
Sunna Pam Furstenau, sem er af
vestur-íslenskum ættum, og hélt er indi
um ferðir Vesturfaranna og líf þeirra í
Vesturheimi, Fyrirlesturinn var vel
sóttur og mjög áhugaverður.
Valgarður Hilmarsson.
ARION BANKI HF.
Endurútreikningi erlendra lána lokið?
Þegar um fjögur ár eru liðin frá
bankahruninu í september 2008 lítur
loksins út fyrir að sjái fyrir endann á
endurreisn bankakerfisins. Mikið hef-
ur áunnist í úrlausnarmálum heimila
og fyrirtækja og vonandi mun það
skila sér þegar til lengri tíma er litið.
Tveir nýir dómar féllu á þessu ári
vegna erlendra lána banka og annarra
fjármálastofnana sem gerði það að
verkum að endurútreikna þarf mörg
erlend lán Arion banka. Í lok ársins
voru birtir nokkrir útreikningar og
stendur til að klára þá á fyrri hluta
ársins 2013. Innlendir vextir hafa
hækkað nokkuð á árinu en umsvif
útibúsins á Blönduósi hafa verið með
svipuðu sniði og undanfarin ár þrátt
fyrir erfitt ytra umhverfi.
Rekstur.
Rekstrarniðurstaða útibúsins og
bankans í heild fyrir árið 2012 liggur
ekki fyrir þegar þetta er ritað og erfitt
að áætla útkomuna. Útibúið hefur
árlega úthlutað styrkjum til félaga-