Húnavaka - 01.05.2013, Page 214
H Ú N A V A K A 212
samtaka á starfssvæðinu til eflingar á
félags- og menningarstarfi í sýslunni
og má þar t.d. nefna Björgunarsveit-
ina á Skagaströnd, Björgunarfélagið
Blöndu á Blönduósi, USAH, golf-
klúbbana á Blönduósi og Skagaströnd,
Ís-töltmót og fleira. Þá er Arion banki
aðalstyrktaraðilinn að Smábæja-
leikum Hvatar og hefur nýlega verið
undirritaður tveggja ára samningur
um leikana. Starfsmenn í árslok voru
sjö í tæplega sjö stöðugildum.
Auðunn Steinn Sigurðsson,
útibússtjóri Arion banka á Blönduósi.
FRÉTTIR ÚR SVEITUM A-HÚN.
FRÁ BHS.
Þurrkar einkenndu vor og sumar í
héraðinu eins og svo oft áður og
bitnaði það talsvert á sprettu og
heyfeng bænda. Umfang kornræktar
dróst heldur saman en uppskera var
almennt góð og kornið vel þroskað.
Þann 10. september gerði stórhríð og
fórst talsverður fjöldi sauðfjár í því
veðri. Fyrstu göngum var víðast hvar
lokið fyrir hríðina en Sauðadalurinn
var þó ósmalaður og fórst talsvert fé
þar, auk þess sem fé fennti í ein-
hverjum tilfellum í heimalönd-
um. Snemma í nóvember kom
aftur stórhríð sem olli fjártjóni á
nokkrum bæjum og varð einnig
til þess að bændur máttu hýsa
búsmala talsvert fyrr en í venju-
leg um árum og taka á gjöf.
Nautgriparækt.
Í Austur-Húnavatnssýslu skil-
aði árskýrin 5.411 kg á síðasta ári
og stefna afurðir heldur upp á við
milli ára. Alls skiluðu 28 bændur
skýrslum á árinu og eru að meðal-
tali 30,3 árskýr á hverju búi.
Mestar afurðir í A-Hún. eftir
árs kúna, ef raðað er eftir mjólkur -
magni, voru hjá Gróu og Sigurði á
Brúsa stöðum en þar skilaði árskýrin
7.264 kg mjólkur og voru þau
jafnframt í 10. sæti á landsvísu.
Baldvin og Bjarney á Tjörn verma
annað sætið með 6.777 kg mjólkur og
í þriðja sæti voru Sig urður og
Maríanna á Hnjúki með 6.516 kg eftir
árskúna.
Nythæsta kýr í héraðinu var Hjössa
frá Höskuldsstöðum með 10.413 kg
mjólkur. Í öðru sæti var Braut frá
Tjörn með 10.190 kg og í því þriðja
var Lára á Brúsastöðum með 10.041
kg mjólkur.
Sauðfjárrækt.
Þegar þetta er ritað er komið upp-
gjör á sauðfjárskýrslum fyrir flestalla
sauðfjárbændur í sýslunni og virðast
heildarafurðir verða ívið meiri en árið
á undan eða um 25,3 kg.
Af búum í sýslunni, sem telja meira
en 100 skýrslufærðar ær, eru efst
hjónin, Magnús og Líney í Steinnesi
með 31,7 kg eftir hverja á. Í öðru sæti
koma Sævar og Anna Margrét á
Sölvabakka með 31,5 kg eftir ána og
Útibú Arion banka. Ljósmyndari: Auðunn Sig.