Húnavaka - 01.05.2013, Page 221
219H Ú N A V A K A
markaðinn þar sem íslensk fjallagrös
eru uppistaða hrá efnis. Hjá Vilko ehf
starfa sex manns.
Kári Kárason, framkvæmdastjóri.
ÁMUNDAKINN EHF.
Starfsemi Ámundakinnar ehf.
einkenndist af varnar bar áttu og
áframhaldandi endur skipulagningu
fjármála félags ins og tengdra félaga.
Skuldir félagsins lækkuðu nokkuð í
framhaldi af endurútreikningi lána
sem höfðu erlenda teng ingu.
Forsendur í rekstri félags ins hafa því
batnað og horfur eru á að reksturinn
skili já kvæðri niðurstöðu.
Ráðist var í töluvert viðhald og
endurbætur á nokkrum af hús eign um
félagsins. Miklar lagfæringar voru
gerðar á Efstubraut 1, sem er aðsetur
Laxasetursins. Þar er einnig Bænda-
þjónustan til húsa. Þá var húsið allt
málað að utan. Lokið var við girðingu
á lóðarmörkum Ægisbrautar 1b og
Húnabrautar 29. Einnig voru nokkrar
viðgerðir á Hnjúkabyggð 31.
Helstu eignir Ámundakinnar, auk
fasteigna, eru tæplega þriðjungshlutur
í Stíganda ehf. og rúmlega 40% hlutur
í Vilko ehf. Þá á félagið tæplega 20%
hlut í Laxasetrinu og lítinn hlut í Ístex
hf.
Stærstu hluthafar í félaginu eru
Byggða stofnun, Blönduósbær, SAH
og Húnavatnshreppur, með rúmlega
10% hlut hver aðili. Hluthafar eru alls
65 að tölu og nafnverð hlutafjár tæp-
lega 156 milljónir króna.
Ýmis félagasamtök, s.s. USAH,
Rauða krossdeildin og fleiri hafa feng-
ið að nota efri hæðina á Húnabraut 4
án þess að greiða leigu. Þá hefur
björg un arfélagið Blanda notið nokk-
urs stuðnings. Lítur stjórn félagsins á
það sem einskonar viðurkenningu
fyrir margþætt starf þessara samtaka.
Jóhannes Torfason.
LÉTTITÆKNI.
Árið var gott hjá Léttitækni og
fjölbreytt verkefni unnin. Það er alltaf
gaman að taka þátt í skemmtilegum
verkefnum í heimabyggð. Á vormán-
uðum komu forsvarsmenn Laxaseturs
Íslands til okkar með teikningar af
fiskabúri. Við settumst niður með
þeim og var samið um smíði á búrinu.
Úr varð glæsilegt 10.200 lítra fiskabúr
sem er staðsett inni í Laxasetrinu.
Léttitækni er með umboð fyrir
Nissan lyftara, bæði vöruhúsalyftara
og stærri disel- og rafmagnslyftara.
Salan á Nissan lyfturum gekk vel og
voru m.a. fjórir disel lyftarar afhentir
á Blönduós og Skagaströnd.
Á haustmánuðum 2011 var stofn-
aður klasi með fimm fyrirtækjum á
Blönduósi með það fyrir augum að
markaðssetja vörur á Færeyjamarkaði.
Strax í byrjun árs fór undirbúningur á
fullt og fóru fulltrúar fyrirtækjanna til
Færeyja í apríl þar sem við kynntum
vörurnar okkar. Ferðin skilaði Létti-
tækni umboðsaðila í Færeyjum sem
mun vonandi leiða til við skipta í
nánustu framtíð.
Eitt stærsta verkefni árs ins var
unnið fyrir Rio Tinto Alcan á Íslandi
en þeir leit uðu til okkar með vandamál
í kerskála sem þurfti að leysa. Með
góðri samvinnu Léttitækni, Alcan og
okkar birgja erlendis var málið leyst
með lyftum sem eru sér smíðaðar í
verksmiðjum úti í Danmörku og
Ítalíu. Lyfturnar komu til landsins í
nóvember og desember og reynast vel.
Ef þessar lyftur standast væntingar er
möguleiki á framhaldi á verkefninu.