Húnavaka - 01.05.2013, Page 223
221H Ú N A V A K A
þrír héraðslögreglumenn í tilfallandi
verkefni.
Innheimtumiðstöð / IMST
Sýslumaðurinn á Blönduósi annast
rekstur innheimtumiðstöðvar, sem
annast innheimtu eftirtalinna krafna á
landsvísu:
Sektir og sakarkostnað.
Endurkröfur bóta sem ríkissjóður hefur
greitt þolendum afbrota.
Endurkröfur vegna gjafsóknarmála.
Stjórnvaldssektir, févíti, dagsektir, sáttir
og eftirlitsgjald Fjármálaeftirlitsins.
Kröfur sem Tryggingastofnun ríkisins
hefur innt af hendi umfram rétt.
Endurkröfur vegna ofgreiðslna hjá
Vinnumálastofnun.
Dagsektir Vinnueftirlits.
Innheimtumiðstöðin var rekin með
óbreyttu sniði frá fyrra ári að því
undanskildu að IMST hóf að inn-
heimta dagsektir fyrir Vinnueftirlit
ríkisins. Þá voru gerðar ákveðnar
breytingar á verkferlum þannig að nú
koma sektir vegna játaðra umferðar-
lagabrota fyrr til afgreiðslu IMST en
áður og þarf ekki milligöngu dómstóla.
Innheimtuárangur IMST á árinu
nam samtals tæplega 2,5 milljörðum
króna í ríkissjóð sem sértekjur.
Kosningar.
Tvennar kosningar fóru fram
á árinu. Þann 30. júní fóru fram
forsetakosningar og 20. október
fór fram ráðgefandi þjóðarat-
kvæða greiðsla um tillögur stjórn-
lagaráðs að frumvarpi til stjórn-
skipunarlaga o.fl.
Lögum samkvæmt sá sýslu-
mannsembættið um utankjör-
fundar atkvæðagreiðslu vegna
þeirra og jafnframt voru tveir
hrepp stjórar skipaðir á Hvamms-
tanga og Skagaströnd til að annast
atkvæðagreiðslu á vegum embættisins.
Innanríkisráðherra heimsækir embættið.
Þann 13. ágúst heimsótti Ögmund-
ur Jónasson, innanríkisráðherra,
embætt ið ásamt Ragnheiði Hjalta-
dóttur, ráðuneytisstjóra og Hermanni
Sæmundssyni, skrifstofustjóra, o.fl.
Ráðherra var sýnd starfsaðstaða
embættisins að Hnjúkabyggð 33 og
honum kynnt starfsemin.
Bjarni Stefánsson,
sýslumaður á Blönduósi.
LÖGREGLAN
Á BLÖNDUÓSI.
Ekki voru miklar breyt-
ingar eða sviptingar í störfum lögregl-
unnar á árinu. Flest með hefðbundnu
sniði og verkefnin margvísleg og
fjölbreytt að vanda. Breyting varð á
umdæmaskipan lögreglunnar þann 1.
janúar þegar Bæjarhreppur á Strönd-
um sameinaðist Húnaþingi vestra.
Þar með nær umdæmið nú upp á
miðja Holtavörðuheiði og norður á
Stiku háls á Ströndum. Er þetta tölu-
verð stækkun á starfssvæðinu.
Af umferðinni er það helst að
F.v. Hermann Sæmundsson, Bjarni Stefánsson,
Ögmundur Jónasson, Ragnheiður Hjaltadóttir
og Erna Jónmundsdóttir.