Húnavaka - 01.05.2013, Síða 225
223H Ú N A V A K A
ýmsan fróðleik. Þar er einnig hægt að
skoða ljósmyndasíðu safnsins, sem er
Facebooksíða útbúin af umsjónar-
manni ljósmynda, Guðmundi Paul
Jónssyni, en hún inniheldur enn
einungis lítinn hluta mynda þeirra
sem til eru eða um 1.000 myndir.
Slóð in er www.simnet.is/skjalasafn
Farið var í gegnum öryggismál
safnsins á árinu og var samið við
Símann um öryggisafritun gagna og
mynda. Læstir stálskápar voru keyptir
af Léttitækni, sem sá um uppsetn-
inguna, en þeir eru ætlaðir fyrir trún-
að argögn sem berast safninu.
Fyrirspurnir hafa borist jafnt og
þétt, bæði símleiðis og í tölvupósti og
er þeim svarað eins fljótt og unnt er.
Gestum safnsins hefur fækkað talsvert
en einungis 54 skráðu sig í gestabókina
og afhendingar hafa verið 14 að þessu
sinni.
Héraðsskjalavörður vill þakka eftir-
töldum aðilum fyrir afhendingar þær
sem borist hafa á þessu ári en minnir
jafnframt á að alltaf er hægt að taka
við meiru, jafnt skilaskyldu efni sem
og einkaskjölum eða myndum.
Afhendingaraðilar eru: Herbert Guð-
munds son, Reykjavík, Heiðdís Haralds-
dóttir, Akureyri, Pétur Þorláksson,
Blöndu ósi, Jón Steindórsson, Reykjavík,
Þórhildur Ísberg, Blönduósi, Hjördís
Líndal, Reykjavík, Birna S. Lúkasdóttir,
Blönduósi, Sigurður H. Pétursson,
Merkjalæk, Björn Leví Halldórsson,
Reykjavík, Skarphéðinn Ragnarsson,
Blönduósi, Guðrún Blöndal, Reykjavík,
Pétur Símon Víglundsson, Reykjavík,
Ingibjörg Kristjánsdóttir, Blönduósi og
Sigurvaldi Sigurjónsson, Blönduósi.
Svala Runólfsdóttir, héraðsskjalavörður.
HÉRAÐSBÓKASAFN A-HÚN.
Opnunardagar safnsins voru 194
og skráðir safngestir voru 2.832. Þetta
var fyrsta árið sem hafður var sami
opnunartími sumar og vetur en
opnunartímar safnsins voru eins og
hér segir: Mánudaga og fimmtudaga
kl. 14-18, þriðjudaga kl. 10-16 og
miðvikudaga kl. 16-19. Fróðlegt er að
sjá að gestir voru t.d svipað margir í
júlí og ágúst og í október og nóvember.
Greinilegt er að útlán bóka eru ekki
árstíðabundin heldur virðast vera
svipuð allt árið.
Skipulag safnsins breyttist ekkert á
síðasta ári en settar voru upp nýjar
bókahillur í skrifstofunni. Fréttir um
starfsemi safnsins, nýjar bækur,
myndir og annað fróðlegt og
skemmtilegt efni birtast nú reglulega á
netinu en safnið heldur úti Facebook
síðu. Eins og undanfarin ár býður
safnið upp á aðgang að internetinu,
útprentun og ljósritun og sér um
millisafnaþjónustu auk hefðbundinna
útlána.
Hinn árlegi bókamarkaður var
haldinn í sumar og gekk vel. Börn úr
leikskólanum og grunnskólanum á
Blönduósi komu í heimsókn til að
kynnast starfsemi safnins og fékk 10.
bekkur leiðbeiningar um upp lýs-
ingaöflun. Í desember var haldinn
upp lestur úr jólabókum í samvinnu
við Heimilisiðnaðarsafnið en á bóka-
safninu lásu Birgitta H. Halldórsdóttir
og Benedikt Blöndal Lárusson upp úr
nokkrum nýjum barnabókum.
Útlán á árinu voru sem hér segir:
Útlán 2012 2011
Barnabækur 1027 1016
Fræðibækur 2346 2437
Skáldsögur 3026 3200
Hljóðbækur & 112 122
önnur safngögn
Samtals 6511 6775