Húnavaka - 01.05.2013, Síða 233
231H Ú N A V A K A
gjald skrám er áætlað að gjaldskrár
standi undir um 58% af heildar-
kostnaði við sorphirðu og sorpeyðingu.
Sumarvinna ungmenna.
Samstarfssamningur Blöndustöðv-
ar Landsvirkjunar og Húnavatns-
hrepps um sumarvinnu unglinga var
framlengdur á árinu. Húnavatns-
hrepp ur tók þátt í kostnaði Blöndu-
stöðvar vegna starfa í sumarvinnu
gegn ákveðnu vinnuframlagi ung-
menna í allt að 10 vikur sumarið
2012. Unglingarnir unnu undir stjórn
Finns Björnssonar við hreinsun um-
hverfis, viðhald fjárrétta, málningar-
vinnu við Húnavallaskóla og slátt og
umhirðu opinna svæða.
Framkvæmdir.
Lokið var við að leggja slitlag á
aðkeyrslur og bílaplön á Húnavöllum.
Skipt var um gólfefni í miðkjarna
Húnavallaskóla. Unnið var við endur-
nýjun á gluggum í Húnaveri. Samtals
var framkvæmt fyrir um 8 millj. kr.
Reykjajörðin og fasteignir á Húna völlum.
Húnavatnshreppur keypti 50%
eign arhlut ríkisins í jörðinni Reykj um,
ásamt 74% hlut ríkisins í fimm íbúð-
um í Húnavallaskóla, 75% hlut ríkis-
ins í skólastjórabústað og 65,2% hlut
ríkisins í Steinholti. Hlutur ríkisins var
keyptur á fasteignamatsverði 24,2
millj. kr. Kaupin voru fjármögnuð
með eigin fé.
Hluti þessara eigna var svo seldur
til Fasteigna Húnavatnshrepps ehf,
félags sem er B-hluta fyrirtæki í eigu
Húnavatnshrepps. Um er að ræða
þrjár íbúðir í Húnavallaskóla, skóla-
stjórabústað og Steinholt. Söluverð
var samtals 19,6 millj. kr. Fasteignir
Húnavatnshrepps fjármögnuðu kaup-
in með eigin fé, að upphæð 3,1 millj.
kr. og lántöku frá Lánasjóði sveitar-
félaga, að upphæð 16,5 millj. kr.
Ýmislegt.
Stærstur hluti vegakerfis í Húna-
vatnshreppi utan hringvegar eru
malarvegir, er þar um að ræða, sam-
kvæmt skilgreiningu Vegagerðarinnar,
stofnveg á hálendi, tengivegi, héraðs-
vegi og landsvegi. Á síðustu árum
hefur dregið mjög úr fjárveitingum til
viðhalds þessara vega en á sama tíma
leggja stjórnvöld og ferðaþjónustan
mikla áherslu á markaðssetningu
Íslands sem ferðamannalands allt
árið. Nú er svo komið að ferðaþjón-
ustuaðilar við Kjalveg telja starfsemi
sinni ógnað vegna lélegs ástands
Kjalvegar.
Netkerfi eMax í Húnavatnshreppi
er að stofni til orðið 6-7 ára gamalt.
Nauðsynlegt er að endurnýja kerfið
með nýrri tækni sem býður upp á
meira öryggi í þjónustu og bandvídd.
Hreppsnefnd er að kanna möguleika
á uppbyggingu á nýju netkerfi fyrir
notendur í sveitarfélaginu.
Jens P. Jensen, sveitarstjóri.
SLÖK LAXVEIÐI.
Eftir metveiði árið 2010 og
þokkalega góða veiði árið 2011 var
laxveiðin léleg sumarið 2012. Þetta á
við um húnvetnsku árnar og sömu
sögu má segja úr flestum laxveiðiám á
landinu. Heildarveiðin á landinu var
um 39% minni en árið 2011 og ef
litið er á meðalveiði áranna 1974-
2011 var veiði sumarsins um 16%
undir þeirri tölu.
Veiði í einstökum ám í Húnaþingi
var sem hér segir samkvæmt skrám
Veiðimálastofnunar. Tekið skal fram