Húnavaka - 01.05.2013, Side 235
233H Ú N A V A K A
KARLAKÓR
BÓLSTAÐARHLÍÐAR-
HREPPS.
Stafsemi Karlakórs Bólstaðar hlíð-
ar hrepps var með líflegasta móti. Æf-
ing ar voru oftast tvisvar í viku yfir
vetr ar tímann og æft til skiptis í Húna-
veri og Blönduóskirkju. Kórfélagar
voru liðlega þrjátíu, söngstjóri er
Sveinn Árnason og undirleikari Elvar
Ingi Jóhannesson frá Torfalæk. Einnig
aðstoðaði Tryggvi Jónsson í Ártúnum
við raddæfingar.
Kórinn tók þátt í á annan tug söng-
viðburða á árinu, ýmist einn eða með
öðrum kórum. Árið hófst með árshátíð
í Húnaveri þann 5. janúar. Árshátíðin
var sameiginleg með Rökkurkórnum í
Skagafirði. Dagana 8. og 9. mars flutti
kórinn, ásamt hljómsveit Skarphéð ins
H. Einarssonar og lesurum, söng- og
leikverkefnið „Ég hef lifað mér til
gamans” í Tónbergi á Akranesi,
Lang holtskirkju og í Félagsheimilinu á
Flúðum. Verkefnið var byggt upp í
kringum lífshlaup Björns Pálssonar,
bónda og alþingismanns á Ytri-
Löngu mýri. Með þessum tónleikum
kvaddi kórinn þetta verkefni en það
hafði verið á dagskrá kórsins tvö
undan gengin starfsár.
Þann 25. mars var síðan megin-
verk efni vetrarins frumflutt í Blöndu-
óskirkju en það var söngdagskráin
„Ég skal vaka í nótt”. Þar flutti kór-
inn, ásamt hljómsveit Skarphéðins H.
Einarssonar, lög og ljóð húnvetnskra
og skagfirskra listamanna. Söngdag-
skráin var síðan flutt í Félagsheimilinu
á Hvammstanga, í Miðgarði og Hóla-
neskirkju á Skagaströnd.
Dagana 15.-16. júní tók kórinn
þátt í norrænu kóramóti í Hönefoss í
Noregi. Að kóramótinu, sem fer fram
á þriggja ára fresti, standa karlakórar
frá vinabæjum Skagastrandar, í Nor-
egi, Svíþjóð og Finnlandi, auk Karla-
kórs Bólstaðarhlíðarhrepps. Þetta var
í fimmta sinn sem Karlakór Bólstað-
arhlíðarhrepps tók þátt í mótinu, þar
af vorum við gestgjafar árið 2006.
Á haustdögum hófust síðan æfingar
á verkefni sem við köllum „Lífsdans
Geirmundar Valtýssonar” en þar mun
kórinn, ásamt hljómsveit Skarphéðins
H. Einarssonar, flytja lög Geirmundar
Valtýssonar.
Óhætt er að segja að árið hafi verið
gott og gjöfult fyrir Karlakór Bólstað-
arhlíðarhrepps, aðsókn og viðtökur
voru með miklum ágætum og trúlega
hafa aldrei fleiri komið á tónleika
kórsins í tæplega níutíu ára sögu hans.
Þorleifur Ingvarsson, formaður.
LIONSKLÚBBUR
BLÖNDUÓSS.
Í Lionsklúbbi Blöndu-
óss eru um 20 félagar.
Reglu legir fundir voru tvisvar í mán-
uði frá september fram í apríl en loka-
hóf var 27. apríl. Sviðamessa var
haldin í byrjun nóvember og var hún
með nýju sniði. Meira var lagt í
skemmti atriði og messan opnuð fyrir
fleiri en félagsmenn. Tókst það mjög
vel og verður sami háttur viðhafður á
næsta starfsári.
Fundir voru fluttir í Eyvindarstofu
sem er á efri hæð veitingahússins
Potts ins. Klúbburinn fór í heimsókn til
félaga okkar á Sauðárkróki og fékk fé-
laga okkar á Hvammstanga í heim-
sókn. Þá fórum við á hið árlega Tros-
kvöld á Skagaströnd.
Einn fyrirlesari kom í heimsókn í
vetur en það var Ágúst Þór Bragason,