Húnavaka - 01.05.2013, Page 242
H Ú N A V A K A 240
um 150%. Er það áhyggjuefni hve
nýting sjúkra- og bráðarýma er mikil
en það eru dýrustu rýmin og há
nýting þeirra, án þess að greiðslur
komi á móti, er í raun vanmat
fjárveitingakerfisins á þörf okkar fyrir
fjármuni.
Safnanir og gjafir.
Á árinu var m.a. safnað fyrir
sjónmælingartæki og hjartaómtæki.
Samtals er andvirði þessara gjafa um
6 millj. kr. Hollvinasamtökin beittu
sér fyrir þessum söfnunum og stærsta
einstaka gjöfin, ein millj. kr., kom frá
sveitarfélögunum í A-Hún.
Öllum þeim er styrkt hafa þessar
safnanir eru hér með færðar bestu
þakkir fyrir.
Framkvæmdir.
Á árinu var farið í verulegar
endurbætur á húsnæði stofnunarinnar
og þá aðallega á jarðhæð gegnt eldhúsi
og borðsal. Þá var einnig endurnýjuð
starfsmannaíbúð á þriðju hæð hússins.
Valbjörn Steingrímsson, forstjóri HSB.
FRÁ TÖFRAKONUM.
Á árinu héldum við áfram
að þróa skartgripalínurnar
okk ar, annars vegar silfurskart-
ið sem hefur fengið nafnið
Hveravallagull og hins vegar
skartgripi sem eru gerðir úr
orkusteinum, perlum og
skraut steinum.
Hrafnhildur Björk Hall-
dórs dóttir hefur smíðað alla
skartgripi fyrir okkur og er
afar vandvirkur silfursmiður
enda hafa allir silfurskart grip-
irnir frá henni selst upp.
Hrafnhildur hefur einnig framleitt
rúnir fyrir Töfrakonur, bæði evrópskar
rúnir, sem eru 24 talsins og koma í
fallegum leðurpoka og ljósbrúnni
gjafaöskju, ásamt leiðbeiningum á
íslensku og ensku og svo hefur hún
framleitt íslenskar rúnir, sem eru 16
talsins, og koma þær einnig í fallegum
leður poka en í svartri gjafaöskju.
Íslensku rúnunum fylgir vönduð bók
með leiðbeiningum en bókin var
prentuð snemma á árinu og hægt er
að velja um íslenska eða enska útgáfu.
Rúnirnar eru úr keramiki og hægt er
að fá marga liti af leðurpokum en
Hrafnhildur Björk handvinnur hvoru-
tveggja og hafa rúnirnar verið vinsæl
gjafavara bæði hérlendis og erlendis.
Töfrasteinarnir okkar hafa einnig
verið vinsælir og er nú hægt að fá
Óskastein, Draumastein og Heilunar-
stein. Steinarnir koma í litlum pokum
í fánalitunum og svartri flottri öskju.
Kraftmöntrur fylgja á íslensku, ensku
og þýsku, mismunandi fyrir hverja
tegund.
Árið 2011 létum við gera fyrir
okkur boli með fallegu hjarta og áletr-
uninni „Knús í hús“ og eru þeir allir
Vistmenn og starfsfólk njóta veðurblíðunnar utan við
Heilbrigðisstofnunina.