Húnavaka - 01.05.2013, Síða 247
245H Ú N A V A K A
staðar- og Þingeyraklausturs presta-
kalls. Kórvesper eða aftansöngur á
uppruna sinn í Englandi og er þunga-
miðjan flutningur Davíðssálma og lof-
söngvar Maríu og Símeons.
Yfir sumarmánuðina voru prestar
úr Húnavatnssýslum og djákni með
guðsþjónustur og helgistund í Þing-
eyraklausturskirkju fyrir heimamenn
og ferðamenn.
Á haustdögum fóru fermingarbörn
úr Húnavatns- og Skagafjarðar-
prófastsdæmi í fimm daga ferm ing-
arferð í Vatnaskóg. Ferðin í Vatnaskóg
er liður í undirbúningi ferm ing arinnar
og dagana fimm skipt ist á leikur og
nám, gagn og gaman.
Á aðventuhátíð í Blönduósskirkju
fyrir allar kirkjur prestakallsins sam-
einuðust kirkjukórarnir í söng undir
org el leik og stjórn organistanna
tveggja, Svavars Sigurðssonar og Sig-
rúnar Grímsdóttur. Lúðrasveit Tón-
list ar skóla A-Hún. tók þátt undir
stjórn skólastjóra, Skarphéðins Ein-
ars sonar. Ræðumaður hátíðar innar
var séra Ólafur Þ. Hallgrímsson, fyrr-
verandi sóknarprestur á Mælifelli í
Skaga firði. Einnig sungu börn úr
leikskólanum Vallabóli og Húnavalla-
skóla undir stjórn Þórunnar Ragnars-
dóttur. Strax eftir að ventuhátíðina var
kveikt á jólatrénu fyrir utan kirkjuna
og jólasveinar komu í heimsókn.
Jólatónleikar, samstarfs verkefni
kór fólks úr prestakallinu, voru einnig í
Blönduósskirkju rétt fyrir jólin.
Jólin, hátíð ljóss og friðar, hófst
með guðsþjónustu á Heilbrigðisstofn-
un inni á Blönduósi, þar mætti sóknar-
prestur og organisti ásamt kórfélögum
úr kirkjukór Blönduósskirkju. Aðvent-
an og guðsþjónustur um jól og ára mót
eru góður tími og kirkjur vel sóttar.
Í öðrum fréttum er það að segja að
margar söngskemmtanir og tónlistar-
viðburðir voru í Blönduósskirkju enda
kirkjan afbragðs söng- og tónleikahús.
Sem fyrri ár voru Þingeyraklausturs-
kirkja og Blönduósskirkja opnar ferða-
mönnum yfir sumarið og sá fólk þar
um gæslu, leiðsögn og fræðslu en þess-
ar kirkjur í prestakallinu heimsækja
mörg þúsund ferðamenn yfir sumar-
mánuðina. Einnig eru hinar kirkj-
urnar í prestakallinu heimsóttar af
ferðamönnum á sumrin og fer það
vaxandi með hverju ári.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
KIRKJUSTARF Í SKAGASTRANDAR-
PRESTAKALLI.
Kirkjustarf í sóknunum sex, sem
til heyra Skagastrandarprestakalli, var
með hefðbundnum hætti. Veturinn
var þó með erfiðara móti hvað varðar
messuhald og barnastarf. Fella þurf ti
niður messu á jóladag í Höskulds-
staða kirkju, annan jóladag í Bólstað-
arhlíðarkirkju, 30. desember í Hóla-
neskirkju og á gamlárs dag í
Bergs staðakirkju, enda aftakaveður.
Frá miðjum september og fram að
sjómannasunnudegi er reynt að messa
hálfsmánaðarlega í Hólaneskirkju á
Skagaströnd. Sóknarprestar Þingeyra-
prestakalls og Skagastrandarpresta-
kalls hafa með sér samvinnu um að
messa til skiptis á Skagaströnd og á
Blönduósi þannig að allir hafi aðgang
að guðsþjónustu sem flesta sunnudaga
ársins án þess að þurfa að fara langar
vegalengdir.
Í sveitasóknunum er messað á
stórhátíðum kirkjunnar og stundum
oftar ef sérstök tilefni eru til. Fjárhagur
litlu sóknanna er því miður það
knappur að hann stendur ekki undir
fjölbreyttara helgihaldi. Að venju var