Húnavaka - 01.05.2013, Page 252
H Ú N A V A K A 250
Janúar .............................. 729 tonn
Febrúar ............................ 396 tonn
Mars ................................. 639 tonn
Apríl ................................. 717 tonn
Maí ................................. 335 tonn
Júní .................................. 545 tonn
Júlí .................................. 1.213 tonn
Ágúst ................................ 2.061 tonn
September ........................ 809 tonn
Október ........................... 1.330 tonn
Nóvember ........................ 637 tonn
Desember ......................... 841 tonn
Samtals ....................... 10.252 tonn
Fiskiskip notuðu sem fyrr mismun-
andi veiðarfæri en áberandi er að
botn vörpu- og línuveiðar eru með
meginhluta aflans. Makríll var að
mestu veiddur í flottroll. Aflinn skipt-
ist þannig eftir veiðarfærum:
Þorskanet ......................... 106 tonn
Grásleppunet ................... 349 tonn
Botnvarpa ........................ 3.884 tonn
Dragnót ........................... 238 tonn
Lína ................................. 3.607 tonn
Handfæri ......................... 744 tonn
Rækjutroll ........................ 13 tonn
Flottroll ........................... 1.315 tonn
Sé aflinn skoðaður eftir fisk teg und-
um kemur í ljós að mest er af þorski,
ýsu, karfa og makríl en aflinn skiptist
þannig eftir tegundum:
Þorskur ............................ 4.133 tonn
Ýsa................................... 2.319 tonn
Karfi ................................ 1.133 tonn
Ufsi .................................. 869 tonn
Grálúða ........................... 18 tonn
Steinbítur ........................ 134 tonn
Makríll ............................. 1.304 tonn
Aðrar tegundir ................ 886 tonn
Strandveiðar voru stundaðar frá
maí og fram í ágúst og komu 15-20
bátar til að gera út á þær veiðar.
Húna flóinn er í strandveiðisvæði B
sem er skilgreint frá Strandabyggð til
Grýtubakkahrepps. Í hlut þess komu
509 tonn í maí, 611 tonn í júní, 611
tonn í júlí og 305 tonn í ágúst.
Veiðistýring á strandveiðunum bygg ir
m.a. á svokölluðum „tæknilegum tak-
mörkunum“ þar sem hver veiðiferð
má ekki standa lengur en í 14 klst. og
eingöngu er heimilt að draga 650 kg,
í þorskígildum talið, af kvótabundn-
um tegundum í hverri veiðiferð.
Veiðar svokallaðra landróðrabáta
voru stundaðar af línubátum, drag-
nóta bátum, netabátum og handfæra-
bátum. Flestir línubátanna stunduðu
veiðarnar yfir vetrarmánuðina. Við
línuveiðarnar fer beitning línunnar
bæði fram í landi og einnig eru bátar
með beitningavélar um borð. Nokkrir
aðkomubátar, sem láta beita í landi,
flytja beitta línu milli landshluta. Afl-
inn var að hluta seldur á fiskmarkaði
og fluttur til kaupenda víða um land
en allmargir bátar eru í föstum við-
skiptum við vinnslustöðvar.
Hafrún HU 12, Ólafur Magnússon
HU 54 og Dagrún HU 121 voru einu
bátarnir í flokki aflamarksbáta sem
gerðir voru út á árinu. Hafrún HU 12
var gerð út á dragnót meira og minna
allt árið. Dragnótaveiðar gengu vel.
Löndun afla skiptist þannig niður á mánuði
ársins.