Húnavaka - 01.05.2013, Page 268
H Ú N A V A K A 266
sýndu verkefninu mikinn áhuga og
væru ánægðir með afraksturinn.
Skólafélagið Rán stóð sig að venju
vel og skipulagði grímuball, diskótek,
seldi klósettpappír og fleira til styrktar
ferðasjóði sínum.
Danskennarinn Kara frá Dansskóla
Jóns Péturs og Köru kom í október og
kenndi við skólann í viku. Allir nem-
endur fengu eina kennslustund á dag í
dansi í fimm daga og svo var boðið
upp á sýningu síðasta daginn.
Þann 8. nóvember var haldinn
sérstakur baráttudagur gegn einelti.
Þá var þjóðin hvött til að standa
saman gegn einelti í samfélaginu, ekki
síst í skólum og á vinnustöðum. Allir
voru hvattir til að hringja klukkum frá
kl. 13.00 þann dag, samfellt í sjö
mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag
vikunnar til þess að sýna samstöðu og
að leggja málefninu lið. Í tengslum við
verkefnið var skipulagður vinadagur í
Höfðaskóla þar sem hefðbundin
kennsla var lögð til hliðar fram að
hádegi og unnið að ýmsum verkefnum
tengdum vináttu. Svo var haldið í
skrúðgöngu um bæinn og stoppað við
fyrirtæki, sungið og táknrænar myndir
gefnar. Lögreglan var í broddi fylk-
ingar.
Söngvarakeppnin Gargið var hald-
in í byrjun desember. Keppt var í
þremur aldursflokkum. Einkenndist
samkoman af gleði og aðdáun nem-
enda og annarra viðstaddra. Sigur-
vegarar unglingastigsins voru svo
keppendur félagsmiðstöðvarinnar
Undirheima á undankeppni Samfés.
Í desember var þemavika. Lesið
var fyrir nemendur, þeir bjuggu til
piparkökuhús, fengu fræðslu um
hátíðir og margs konar trúarbrögð,
gerðu ýmiss konar jólaskraut og margt
fleira.
Eftir litlu jól og lítinn jóladag, en
þann dag fara börnin í kirkju og
borða svo öll með tölu möndlugraut
með sínum bekk, var haldið af stað í
langþráð jólafrí með öllu sem því
fylgir.
Hildur Ingólfsdóttir, skólastjóri.
LEIKSKÓLINN BARNABÓL.
Ég fæddist á landi sem lifir og lætur mig
muna eftir sér...
Að venju var fjölbreytt og skemmti-
legt starf í leikskólanum Barna bóli og
hefðbundnir atburðir og hefðir á
sínum stað. Við leikskólann starfa um
12 kennarar og nemendur voru um
32-35 sem er nokkur fækkun og skýrist
m.a. af því að stór árgangur fór í
grunn skóla en fjölgun í nýrri árgöng-
um er ekki eins mikil og áður. Aldur
nemenda er eins árs til sex ára og
auðfundið að það kemur sér vel fyrir
foreldra að fá leikskólapláss fyrir barn
sitt þegar fæðingarorlofi lýkur.
Sóley Sif Jónsdóttir og Arnrún Hildur
Hrólfsdóttir tóku lagið í söngvarakeppninni.
Ljósm.: SR.